Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Í BEINNI
Besta-deild karla
FH
LL 5
0
KA
ÍBV
0
0
Stjarnan
14.07.2025  -  18:30
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Bæði lið gerðu jafntefli í síðustu umferð Með sigri í kvöld mun Stjarnan fara upp í fjórða sæti, það sæti gæti reynst Evrópusæti í lok móts. Liðið gerði 1-1 jafntefli gegn FH í síðustu umferð en var ansi nálægt sigurmarki í lokin. Mathias Rosenörn, markvörður FH, kom í veg fyrir það.

ÍBV gerði markalaust jafntefli hér á Hásteinsvelli gegn Víkingi í síðustu umferð. Liðið er í harðri fallbaráttu og tapaði þremur deildarleikjum í röð áður en kom að leiknum gegn Víkingi.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Úr leik FH og Stjörnunnar.
Fyrir leik
Eyjamenn unnu í fjörugum leik í Garðabæ Stjarnan 2 - 3 ÍBV
0-1 Omar Sowe ('20 )
0-2 Bjarki Björn Gunnarsson ('32 )
1-2 Sindri Þór Ingimarsson ('36 )
1-3 Oliver Heiðarsson ('77 )
2-3 Sindri Þór Ingimarsson ('90 )
Lestu um leikinn

Liðin mættust í Garðabænum þann 28. apríl en þar skoraði Oliver Heiðarsson sigurmarkið í fimm marka leik.

Fyrir leik
Leikið á glænýja gervigrasinu
Mynd: ÍBV

Nýbúið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og þetta er annar heimaleikur ÍBV á vellinum. Liðið gerði markalaust jafntefli hér gegn Víkingi í síðustu umferð.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍBV og Stjörnunnar Þetta er leikur í 15. umferð Bestu deildarinnar. Gunnar Oddur Hafliðason flautar á klukkan 18:30. Gylfi Már Sigurðsson og Antoníus Bjarki Halldórsson eru aðstoardómarar leiksins. Guðmundur Páll Friðbertsson er fjórði dómari.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: