Nettóvöllurinn
föstudagur 03. júlí 2020  kl. 19:15
Lengjudeild karla
Aðstæður: Suðvestan 9 metrar á sekúndu sól og um 12 gráðu hiti. Völlurinn fallegur að vanda
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Sævar Atli Magnússon
Keflavík 1 - 2 Leiknir R.
1-0 Dagur Austmann ('35, sjálfsmark)
1-1 Máni Austmann Hilmarsson ('55)
1-2 Daníel Finns Matthíasson ('60)
Myndir: Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
0. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
3. Andri Fannar Freysson ('75)
4. Nacho Heras
7. Davíð Snær Jóhannsson
9. Adam Árni Róbertsson ('75)
11. Adam Ægir Pálsson ('75)
14. Dagur Ingi Valsson ('66)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
24. Rúnar Þór Sigurgeirsson

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
6. Ólafur Guðmundsson ('75)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('75)
10. Kian Williams
11. Helgi Þór Jónsson ('66)
18. Cezary Wiktorowicz
28. Ingimundur Aron Guðnason ('75)
38. Jóhann Þór Arnarsson

Liðstjórn:
Ómar Jóhannsson
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)

Gul spjöld:
Adam Ægir Pálsson ('17)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('49)
Sindri Þór Guðmundsson ('69)
Helgi Þór Jónsson ('81)
Joey Gibbs ('89)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Leiknismenn virtust hreinlega vilja þetta meira. Voru ofaná í baráttunni úti á velli, hlupu úr sér lungun og virtust trúa mun meira á verkefnið. Á sama tíma var ákveðið andleysi yfir Keflvíkingum og talsverður pirringur.
Bestu leikmenn
1. Sævar Atli Magnússon
Sívinnandi að atast í varnarlínu Keflavíkur og tók mikið til sín, skoraði mark í fyrri hálfleik sem dæmt var af vegna rangstöðu sem var líklega rangur dómur. Lagði svo boltann fyrir Daníel Finns sem skoraði algjört draumamark.
2. Daníel Finns Matthíasson
Skoraði draumamark af löngu færi sem reyndist sigurmark leiksins. Var sömuleiðis gríðarlega vinnusamur og uppskar eftir því.
Atvikið
Grípum niður í textalýsinguna þar. Maaaark!!!! Sævar Atli fær boltann í fætur með bakið í markið, leggur botlann í hlaupið hjá Daníel sem lætur vaða af 25 metrum og boltinn syngur í samskeytunum. Sindri átti aldrei möguleika í markinu! Þvílíkt skot! Markið einkar glæsilegt sem skorað var á 60,mínútu og verðskuldar þennan reit.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík mistekst að tylla sér á toppin með Þór og missir þar að auki Leikni fram úr sér í töflunni. Nóg eftir af mótinu. Leiknir hendir sér í 7 stig og er 2 stigum á eftir toppliðunum.
Vondur dagur
Það er af nógu að taka hér. Sköpunargleðin fram á við sem einkenndi Keflavík í fyrstu leikjum mótsins var ekki til staðar í dag. Uppspilið gekk illa og leikplanið gekk engan vegin upp. Vont fyrir þjálfara að horfa uppá það og fá því Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar skráðan vondan dag.
Dómarinn - 6
Lala hjá Einari í dag. Flautaði á köflum á lítið sem ekkert en slapp þó ágætlega frá sínu. Aðstoðardómari 1 virðist þó hafa klikkað illa og tekið löglegt mark af Leikni í fyrri hálfleik.
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f) ('45)
6. Ernir Bjarnason
7. Máni Austmann Hilmarsson ('84)
8. Árni Elvar Árnason
10. Sævar Atli Magnússon (f)
11. Brynjar Hlöðversson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
23. Dagur Austmann ('67)
24. Daníel Finns Matthíasson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('90)

Varamenn:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('67) ('90)
9. Sólon Breki Leifsson ('84)
14. Birkir Björnsson
28. Arnór Ingi Kristinsson

Liðstjórn:
Ósvald Jarl Traustason
Valur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Diljá Guðmundardóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson
Ágúst Leó Björnsson
Hörður Brynjar Halldórsson

Gul spjöld:
Ósvald Jarl Traustason ('58)
Sólon Breki Leifsson ('91)

Rauð spjöld: