Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KA
0
0
KR
Guðmundur Steinn Hafsteinsson '89 , misnotað víti 0-0
26.07.2020  -  16:00
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 12 stiga hiti, skýjað og smá norðavindur með
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Mikkel Qvist
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Gunnar Örvar Stefánsson ('72)
4. Rodrigo Gomes Mateo ('45)
5. Ívar Örn Árnason
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('84)
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
20. Mikkel Qvist
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('61)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('80)

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
7. Almarr Ormarsson ('45)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('61)
17. Ýmir Már Geirsson ('84)
25. Jibril Antala Abubakar
30. Sveinn Margeir Hauksson ('80)
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('72)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Baldur Halldórsson

Gul spjöld:
Mikkel Qvist ('86)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Ester Ósk Árnadóttir
Skýrslan: Mark dæmt af og vítaklúður á Greifavellinum
Hvað réði úrslitum?
Það eru nokkur atriði. Það er dæmt mark af KA og samkvæmt því sem ég heyri á Ásgeir að hafa truflað Beitir þegar Guðmundur skorar. Ef markið var löglegt myndi ég segja að Ívar dómari og hans aðstoðamenn eigi stóran þátt í úrslitunum. Annað er svo að Guðmundur fær kjörið tækifæri til að koma KA yfir stuttu seinna þegar KA fær víti en Beitir ver þannig Beitir er örlagavaldurinn þar. Fram að því var það agaður varnarleikur beggja liða sem stjórnaði því að hvorugt liðið var að fá einhver færi og niðurstaðan eftir því.
Bestu leikmenn
1. Mikkel Qvist
Það er afar erfitt að taka einhvern út í þessum leik. Menn voru flestir á pari. Varnirnar fá hrós og Qvist var öflugur í miðju varnar KA.
2. Atli Sigurjónsson
Ég ætla að gefa Atla þetta. Gætu margið tekið þennan dálk. Atli var líflegur, duglegur á boltann, vinnusamur og reyndi að skapa fyrir liðsfélagana.
Atvikið
Markið sem er dæmt af. Kristinn sendir boltann niður á Beitir sem hittir boltann illa. Boltinn berst til Guðmundar sem skorar í autt markið. Dómarinn vil meina að Ásgeir hafi truflað Beiti og því sé markið dæmt af. Það þarf að sjá þetta aftur á myndbandi til að vita hvort þetta hafi verið réttur dómur.
Hvað þýða úrslitin?
Liðin fá sitthvort stigið. KR er komið í toppsætið þar sem þeim líður afskaplega vel með 17 stig. Valur á þó eftir að spila sinn leik í þessari umferð. KA fer upp í 8 stig í 9 sæti og hafa ekki tapað leik eftir að Arnar tók við.
Vondur dagur
Ég set þetta á sóknarleik beggja liða þar sem liðin náðu ekki að búa sért til neinn færi. Guðmundur fær líka sitt sæti í þessum dálk. Hann var fínn í leiknum en hlýtur að svíða sárt að brenna af víti á 89 mínútu.
Dómarinn - 4,5
KA skorar mögulega löglegt mark sem var dæmt af. Þar til annað kemur í ljós fá Ívar og hans menn falleinkunn. Áður en markið var skorað var Ívar búinn að eiga sæmilegan leik en það sprakk allt á vellinum í lokinn og mikill hiti í mönnum.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
16. Pablo Punyed ('74)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('74)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Tobias Thomsen ('74)
14. Ægir Jarl Jónasson ('74)
15. Lúkas Magni Magnason
17. Alex Freyr Hilmarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Styrmir Örn Vilmundarson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('30)
Arnþór Ingi Kristinsson ('60)
Beitir Ólafsson ('62)
Finnur Orri Margeirsson ('86)
Kristján Flóki Finnbogason ('87)

Rauð spjöld: