Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 10:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barca á ekki efni á Rashford - Spurs og Liverpool horfa til Þýskalands
Powerade
Nær Barcelona að kaupa Rashford?
Nær Barcelona að kaupa Rashford?
Mynd: EPA
Konstantinos Koulierakis er á blaði hjá Tottenham og Liverpool.
Konstantinos Koulierakis er á blaði hjá Tottenham og Liverpool.
Mynd: EPA
Real Madrid dró sig út úr baráttunni og því eru það Liverpool og Bayern Munchen sem berjast um Marc Guehi, Tottenham horfir til miðvarðar í Bundesliga og hikst í stöðu í Rashford hjá Barcelona. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.



Real Madrid er hætt að reyna við Marc Guehi (25) sem verður samningslaus næsta suamr því launakröfurnar eru háar og krafa um háan undirskriftarbónus. Liverpool og Bayern Munchen eru núna líklegustu áfangastaðirnir hjá þessum miðverði Crystal Palace og enska landsliðsins. (AS)

Nokkur ensk úrvalsdeildarfélag hafa áhuga á Givairo Read (19) bakverði Feyenoord. Bayern Munchen hefur líka áhuga. (Teamtalk)

Tottenham og Liverpool fylgjast með Konstantinos Koulierakis (21) varnarmanni Wolfsburg. (TBR Football)

Hansi Flick ætlar sér ekki að fara frá Barcelona næsta sumar þó að sögur í spænskum miðlum séu þannig að hann sé þreyttur á félaginu planið sé að hætta. (Sky Germany)

Leeds þarf að berjast fyrir því að halda markmanninum Alex Baird (18) fram yfir janúarmánuð þar sem mörg félög hafa áhuga. (Caught Offside)

Barcelona vill fá lánsmanninn Marcus Rashford (28) frá Manchester United til frambúðar en hefur ekki efni á 25,5 milljóna punda ákvæðinu sem þarf til að fá hann alfarið til félagsins. (Fichajes)

Juventus ætlar að ræða við Kenan Yildiz (20) um nýjan samning. Liverpool, Chelsea og Arsenal hafa áhuga en búist er við því að Yildiz verði áfram í Torínó. (Teamtalk)

Roma er að undirbúa lánstilboð með kaupmöguleika í Joshua Zirkzee (24) sóknarmann Manchester United. (Fichajes)

Napoli mun reyna við Kobbie Mainoo miðjumann United í janúar. (Sun)

Jude Bellingham er áfram út úr myndinni hjá enska landsliðinu. Thomas Tuchel mætti ekki á Anfield þegar Real Madrid mætti Liverpool á þriðjudag. (Mirror)

Lyon reynir að fá Endrick á láni frá Real Madrid. (Mail)
Athugasemdir
banner