Meistaravellir
föstudagur 14. ágúst 2020  kl. 18:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða og völlurinn gífurlega fallegur héðan úr stúkunni séð.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson
KR 1 - 2 FH
0-1 Daníel Hafsteinsson ('14)
1-1 Kristján Flóki Finnbogason ('40)
1-2 Daníel Hafsteinsson ('75)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('58)
10. Pálmi Rafn Pálmason (f)
11. Kennie Chopart
19. Kristinn Jónsson ('62)
21. Kristján Flóki Finnbogason ('76)
22. Óskar Örn Hauksson
23. Atli Sigurjónsson
25. Finnur Tómas Pálmason

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
14. Ægir Jarl Jónasson ('76)
16. Pablo Punyed ('58)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('62)
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson
29. Stefán Árni Geirsson
45. Jóhannes Kristinn Bjarnason

Liðstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Valgeir Viðarsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('67)

Rauð spjöld:


@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Það þarf að nýta færin. FHingar gerðu vel í dag að liggja til baka og uppskáru svo tvö mörk eftir skyndisóknir og frábærar sendingar Þóris Jóhanns, Á sama tíma gekk KR illa að skapa sér dauðafæri og ef þau á annað borð komu rötuðu þau ekki í netið þótt tæpt hafi það stundum verið.
Bestu leikmenn
1. Daníel Hafsteinsson
Skoraði tvö mörk í dag sem eitt og sér telst gott á flestum dögum. Var sömuleiðis í stöðugu ati á miðjunni og vann gríðarlega mikið þann tíma sem hann spilaði. Tók sín hlaup og gerði það vel sem skilaði tveimur mörkum.
2. Guðmundur Kristjánsson
Varnarlína FH var heilt yfir fín í dag en Guðmundur var þar fremstur meðal jafningja. Stöðvaði ófáar sóknir og kórónaði fínan leik með því að bjarga á línu á í uppbótartíma. Sérstakt shoutout fær líka Þórir Jóhann Helgason fyrir sínar tvær stoðsendingar.
Atvikið
Þegar komið var fram í uppbótartíma bjargaði Guðmundur Kristjánsson á línu eftir hjólhestaspyrnu Ægis Jarls. Tryggði endanlega stigin þrjú í Fjörðinn með þessari björgun.
Hvað þýða úrslitin?
FH jafnar KR að stigum og lyftir sér með því í þriðja sætið á eftir KR á markatölu. Stjarnan á þó tvo leiki inni á bæði FH og KR og getur komist uppfyrir liðin sigri liðið báða þá leiki.
Vondur dagur
Baldur Logi Guðlaugsson sást ekki fram á við þann tíma sem hann spilaði, Átti erfitt uppdráttar gegn Kristni Jónssyni og náði aldrei takti í leiknum.
Dómarinn - 7
Ívar Orri átti bara fínan leik og ekkert yfir honum að kvarta. Eitt og eitt smáatvik eins og venjan er en ég hugsa að allir geti verið sáttir við hans störf í dag.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Daníel Hafsteinsson ('77)
7. Steven Lennon
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Eggert Gunnþór Jónsson
21. Guðmann Þórisson
26. Baldur Logi Guðlaugsson ('60)
29. Þórir Jóhann Helgason

Varamenn:
12. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
3. Logi Tómasson
8. Baldur Sigurðsson ('77)
9. Jónatan Ingi Jónsson
11. Atli Guðnason
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
17. Ólafur Karl Finsen ('60)

Liðstjórn:
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Logi Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('83)
Guðmann Þórisson ('93)

Rauð spjöld: