Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 08:45
Elvar Geir Magnússon
Sýna Rashford áhuga en fengu neitun varðandi Díaz
Powerade
Liverpool segir að Díaz sé ekki til sölu.
Liverpool segir að Díaz sé ekki til sölu.
Mynd: EPA
Man Utd sýnir Frattesi áhuga.
Man Utd sýnir Frattesi áhuga.
Mynd: EPA
Duran er á leið til Tyrklands.
Duran er á leið til Tyrklands.
Mynd: Al-Nassr
Evrópumót kvenna fer af stað í dag og ljóst að þjóðin verður fyrir framan skjáinn þegar stelpurnar okkar mæta Finnlandi. En þó EM sé aðalmálið þennan miðvikudaginn þá er alltaf tími fyrir slúður!

Bayern München er óvænt að íhuga að gera tilboð í Marcus Rashford (27), framherja Manchester United og enska landsliðsins. Frammistaða hans hjá Aston Villa á láni á síðasta tímabili vakti athygli þýsku meistarana. (Sun)

Liverpool hefur hafnað fyrirspurn Bayern München í kólumbíska leikmanninn Luis Díaz (28). Ensku meistararnir segja Díaz ekki til sölu og hafa ekki áhuga á viðræðum. (BBC)

Arsenal er nálægt því að klára samning um sænska framherjann Viktor Gyökeres (27) hjá Sporting. Hann hefur greint félaginu frá því að hann vilji ganga til liðs við Arsenal. (L'Equipe)

Crystal Palace hefur náð samkomulagi um kaup á varnarmanninum Ousmane Diomande (21) frá Sporting fyrir 47 milljónir punda. Hann gæti orðið arftaki enska landsliðsmannsins Marc Guehi (24). (A Bola)

Manchester United hefur haft samband við Inter varðandi ítalska miðjumanninn Davide Frattesi (25). (Caught Offside)

Arsenal hefur þegar lagt fram tilboð í enska vængmanninn Noni Madueke (23) sem gæti yfirgefið Chelsea í sumar. (Sky Þýskalandi)

Juventus er nálægt því að ganga frá samningi við kanadíska framherjann Jonathan David (25) en samningur hans við Lille rann út í lok síðasta tímabils. (Fabrizio Romano)

Kólumbíski framherjinn Jhon Duran (22) er á leið til Tyrklands til að ganga frá lánssamningi frá Al-Nassr til Fenerbahce. (Athletic)

Newcastle er að kanna möguleikann á að kaupa argentínska miðvörðinn Leonardo Balerdi (26) frá Marseille en hann vekur einnig áhuga Juventus. (Mail)

Juventus vill fá Jadon Sancho (25) frá Manchester United og er tilbúið að láta United fá Dusan Vlahovic, Douglas Luiz eða Timothy Weah í skiptum. (Mirror)

Burnley vill styrkja sóknarleik sinn og Tolu Arokodare (24) hjá Genk er á blaði. (Telegraph)

AC Milan vonast til að fá svissneska miðjumanninn Ardon Jashari (22) frá Club Brugge en hann myndi kosta um 30 milljónir punda. (La Gazzetta dello Sport)

Manchester City mun tryggja sér táninginn Caelan-Kole Cadamarteri (15) frá Sheffield Wednesday fyrir 1,5 milljónir punda. Hann er sonur fyrrum Everton framherjans Danny. (Mail)

West Ham gengur illa að sannfæra Slavia Prag um að selja senegalska vinstri bakvörðinn El Hadji Malick Diouf (20). (Guardian)
Athugasemdir