Origo völlurinn
sunnudagur 06. september 2020  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Grámi yfir öllu. Einhver vindur.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: Ekki fleiri en 100
Maður leiksins: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valur)
Valur 4 - 0 ÍBV
1-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('5)
2-0 Eliza Spruntule ('29, sjálfsmark)
3-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('39)
4-0 Arna Eiríksdóttir ('82)
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir ('76)
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('83)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('64)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir ('76)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('64)

Varamenn:
16. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir ('76)
6. Mist Edvardsdóttir ('83)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('76)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('64)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('64)
77. Diljá Ýr Zomers

Liðstjórn:
Jóhann Emil Elíasson
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson
Katla Tryggvadóttir

Gul spjöld:
Ída Marín Hermannsdóttir ('87)
Málfríður Anna Eiríksdóttir ('88)

Rauð spjöld:
@Hilmarjokull Hilmar Jökull Stefánsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Gæði leikmanna Vals og kraftur í fyrri hálfleik. ÍBV átti ekki neitt alvöru færi allan leikinn að undanskildu einu skoti sem kom eftir 15 sekúndna leik. Valskonur einfaldlega miklu betri í fótbolta en ÍBV
Bestu leikmenn
1. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valur)
Langbest í þessum leik, ætti eiginlega að fá bæði fyrsta og annað sætið en það er víst ekki hægt. Gleymið þessum tveimur mörkum sem hún skoraði, hún gerði svo margt og mikið meira í þessum leik heldur en bara það. Gunnhildur var alls staðar á vellinum, alltaf í boltanum, vann öll návígi sem hún fór í, hvort sem var á jörðinni eða í loftinu. Royal leikmaður.
2. Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Hlín var mjög góð í leiknum, skapaði fullt af færum og átti fyrirgjöfina sem Eliza setti í netið fyrir hana.
Atvikið
Fyrsta mark leiksins og fyrra mark Gunnhildar Yrsu gerði út um leikinn undir eins. Bara strax á 5. mínútu leiksins var honum formlega lokið. Hornspyrna frá Hallberu og ÍBV gat fært 0 punkta í bókina strax.
Hvað þýða úrslitin?
Valur heldur toppsætinu og sinni pressu á Breiðabliki en Blikastúlkur eru núna fjórum stigum á eftir Val í deildinni, þótt að þær grænklæddu eigi tvo leiki til góða. ÍBV er ennþá í fallséns og eins og Andri Ólafs þjálfari kom inn á í viðtali þá þurfa þær ennþá að safna fleiri stigum.
Vondur dagur
Guðný markmaður ÍBV verður að taka þetta á sig þótt það sé nú frekar harkalegt. Rosalega óörugg í mörgum af sínum aðgerðum. Gefur Gunnhildi Yrsu mark í fyrri hálfleik. Henni til varnar var þó oft á tíðum eins og varnarmenn ÍBV væru hræddar við boltann í fyrri hálfleik.
Dómarinn - 8
Gunnar Oddur og hans teymi kemst vel frá þessu verkefni. Leyfði leiknum að fljóta og engin augljós gul spjöld sem hefði mátt að gefa eins og er svo oft í leikjum í þessari deild.
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir
5. Miyah Watford ('46)
8. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
10. Fatma Kara (f) ('46)
14. Olga Sevcova ('46)
19. Karlina Miksone ('80)
23. Hanna Kallmaier
24. Helena Jónsdóttir ('57)
26. Eliza Spruntule

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
4. Sunna Einarsdóttir
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('46)
7. Þóra Björg Stefánsdóttir ('57)
9. Inga Dan Ingadóttir ('80)
11. Berta Sigursteinsdóttir ('46)
15. Selma Björt Sigursveinsdóttir ('46)
22. Sara Dröfn Rikharðsdóttir

Liðstjórn:
Sonja Ruiz Martinez
Jón Ólafur Daníelsson
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Birkir Hlynsson
Þorsteinn Magnússon
Andri Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Thelma Sól Óðinsdóttir ('79)
Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('92)

Rauð spjöld: