Eimskipsvöllurinn
miðvikudagur 09. september 2020  kl. 18:00
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Þróttur R. 1 - 1 Þór/KA
1-0 Stephanie Mariana Ribeiro ('43)
1-1 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('47)
Byrjunarlið:
1. Friðrika Arnardóttir (m)
5. Jelena Tinna Kujundzic
6. Laura Hughes
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
9. Stephanie Mariana Ribeiro
10. Morgan Elizabeth Goff
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
16. Mary Alice Vignola
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
22. Sóley María Steinarsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Varamenn:
3. Mist Funadóttir
4. Hildur Egilsdóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
14. Margrét Sveinsdóttir
18. Andrea Magnúsdóttir
20. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir

Liðstjórn:
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Nik Anthony Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason

Gul spjöld:
Andrea Rut Bjarnadóttir ('84)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Einbeitingarleysi Þróttar í upphafi seinni hálfleiks reyndist þeim dýrt í kvöld. Þróttur stýrði leiknum að stærstum hluta og voru heilt yfir betra liðið á vellinum í kvöld og hefðu að ósekju átt stigin þrjú skilið. Tökum þó ekkert af Þór/KA sem með góðum og öguðum leik í öftustu línu tóku stigið með sér norður.
Bestu leikmenn
1. Arna Sif Ásgrímsdóttir
Hlýtur að vera með boltafar á enninu á leið norður þegar þetta er skrifað. Skallaði líklega 3265 bolta burt úr vítateig Þór/KA í kvöld og var gríðarlega solid til baka.
2. Stephanie Mariana Ribeiro
Það eru gæði í fótum hennar. Virkilega góð með boltann, skilar honum vel frá sér og vinnur vel. Skoraði sömuleiðis frábært mark sem hefði vel sómað sér sem sigurmark en ekki varð úr því í kvöld.
Atvikið
Fyrrnefnt mark Stephanie Mariana Ribeiro látum lýsinguna segja sína sögu, Þvílíkt mark!!!!!!!! Fær heiðurinn ein og óstudd. Fær boltann við miðjubogann og snýr strax í átt að marki. Með alla varnarlínu Þórs/KA fyrir framan sig keyrir hún í átt að teignum og lætur vaða af 18-20 metrum og boltinn syngur í bláhorninu.
Hvað þýða úrslitin?
Þróttur fellur niður í 9.sæti deildarinar og þar með fallsæti og þarf að fara ná í sigra. Fá gott tækifæri til þess þegar FH kemur í heimsókn næstkomandi sunnudag. Á meðan situr Þór/KA í 7.sæti en er aðeins stigi frá fallsæti og geta ekki leyft sér mikið fleiri leiki án sigurs í röð. Eiga þó risastórt verkefni fyrir höndum að taka á móti Breiðablik næstkomandi sunnudag.
Vondur dagur
Andrea Rut Bjarnadóttir sem að öðru leyti átti fínan leik í liði Þróttar gerði sig seka um mistök í upphafi síðari hálfleiks er hún skallaði hornspyrnu Þór/KA inn að marki Þróttar fyrir fætur Heiðu Ragney sem þakkaði fyrir sig með jöfnunarmarkinu. Mun örugglega ekki nenna að sjá endursýningu af því marki.
Dómarinn - 6,5
Ekkert slæmur leikur en var að mér fannst oft ekki nægjanlega sannfærður sjálfur um á hvað hann var að dæma. Eða eins og ágætur eftirlitsmaður frá KSÍ sagði eitt sinn við mig. Góður dómari getur selt þér lélega dóma. Það gerði Guðmundur hinsvegar ekki í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Lauren Amie Allen (m)
3. Madeline Rose Gotta ('61)
4. Berglind Baldursdóttir
6. Karen María Sigurgeirsdóttir
9. Saga Líf Sigurðardóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('60)
16. Gabriela Guillen Alvarez ('86)
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Varamenn:
12. Harpa Jóhannsdóttir (m)
13. Jakobína Hjörvarsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('61)
19. Georgia Stevens ('60)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('86)
27. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir

Liðstjórn:
Perry John James Mclachlan
Anna Catharina Gros
Bojana Besic
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)

Gul spjöld:
Berglind Baldursdóttir ('74)
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('88)

Rauð spjöld: