JÁVERK-völlurinn
miðvikudagur 09. september 2020  kl. 17:00
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Selfoss 1 - 2 Valur
0-1 Hlín Eiríksdóttir ('12)
1-1 Tiffany Janea MC Carty ('73, víti)
1-2 Hlín Eiríksdóttir ('91)
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
0. Dagný Brynjarsdóttir ('46)
4. Tiffany Janea MC Carty ('88)
7. Anna María Friðgeirsdóttir (f)
8. Clara Sigurðardóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('52)
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
5. Brynja Valgeirsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('52)
16. Selma Friðriksdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('88)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir ('46)
21. Þóra Jónsdóttir

Liðstjórn:
Elías Örn Einarsson
Stefán Magni Árnason
Óttar Guðlaugsson
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)

Gul spjöld:
Clara Sigurðardóttir ('45)

Rauð spjöld:
@Hilmarjokull Hilmar Jökull Stefánsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Einstaklingsgæði Hlínar og Elínar réði úrslitum í dag. Það var eins og allt stefndi í jafntefli þegar að Elín Metta gerði frábærlega í að halda boltanum við vítateig Selfoss og sendi á Hlín, sem tók leikmann á og skoraði flott sigurmark.
Bestu leikmenn
1. Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Hlín var alveg góð í dag þótt hún hafi átt betri daga. Mörkin tvö sem hún gerði tryggja henni toppsætið auðveldlega. Fyrra markið hárrétt tímasett hlaup og seinna gott spil og flott hvernig hún tók varnarmanninn á.
2. Elín Metta Jensen (Valur)
Metta var fín í dag, skapaði sér kannski ekki mikið en var góð í uppspilinu og hélt vel í boltann þegar hún fékk hann í fætur. Lagði upp bæði mörk Hlínar og vel að þessu komin.
Atvikið
Vítið á 73. mínútu. Selfoss var varla búið að skapa sér færi í seinni hálfleik þegar þær fá skyndisókn sem endar með broti frá Guðnýju á Tiffany og Selfoss jöfnuðu leikinn. Þetta víti færði áhorfendum frábærar lokamínútur þar sem liðin skiptust á að sækja.
Hvað þýða úrslitin?
Valskonur halda ennþá í toppsætið, sama hvað Blikastúlkur gera í þessari umferð. Selfoss gæti nú mögulega farið að sogast niður í fallbaráttuna enda ekki nema 5 stigum frá fallsæti, eftir þessa umferð.
Vondur dagur
Sjúkraþjálfari Selfoss. Það verður nóg að gera fyrir sjúkraþjálfara Selfoss liðsins næstu daga að koma Dagnýju Brynjars og Hólmfríði Magnúsdóttur aftur á lappir en báðar fóru þær meiddar af velli í leiknum.
Dómarinn - 7,5
Ekki yfir miklu að kvarta svo sem. Sýndist tríóið negla allar stórar ákvarðanir og bara litlir duttlungar sem hægt er að kvarta yfir.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('74)
10. Elín Metta Jensen ('93)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('74)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir

Varamenn:
16. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir ('93)
6. Mist Edvardsdóttir ('74)
9. Ída Marín Hermannsdóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('74)
22. Dóra María Lárusdóttir
77. Diljá Ýr Zomers

Liðstjórn:
Jóhann Emil Elíasson
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
María Hjaltalín
Fanndís Friðriksdóttir
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:
Elísa Viðarsdóttir ('57)

Rauð spjöld: