Þróttur R.
2
2
FH
0-1 Andrea Mist Pálsdóttir '11
Jelena Tinna Kujundzic '16 , sjálfsmark 0-2
Mary Alice Vignola '39 , misnotað víti 0-2
Morgan Elizabeth Goff '57 1-2
Mary Alice Vignola '63 2-2
13.09.2020  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Telma Ívarsdóttir
Byrjunarlið:
Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
6. Laura Hughes
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f) ('81)
9. Stephanie Mariana Ribeiro
10. Morgan Elizabeth Goff
16. Mary Alice Vignola ('89)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('72)
20. Friðrika Arnardóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Varamenn:
31. Agnes Þóra Árnadóttir (m)
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
3. Mist Funadóttir ('89)
4. Hildur Egilsdóttir ('81)
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
14. Margrét Sveinsdóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('72)
18. Andrea Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir

Gul spjöld:
Laura Hughes ('82)
Andrea Rut Bjarnadóttir ('88)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Fyrsta jafntefli FH en sjötta jafntefli Þróttar
Hvað réði úrslitum?
Leikurinn í kvöld var hrikalega skemmtilegur á að horfa. FH-ingar halda áfram að nýta föstu leikatriðin sín og komust tveimur mörkum yfir eftir eitraðar hornspyrnur Andreu Mistar. Andrea skoraði beint úr horni og átti svo hættulega fyrirgjöf sem fór af varnarmanni og í markið. Þróttarar reyndu að bíta frá sér en gerðu það ekki af nægu afli fyrr en í síðari hálfleik þar sem heimaliðið var miklu sterkara liðið á vellinum. Þær náðu að koma til baka og jafna leikinn en hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið og jafntefli niðurstaðan. Sjötta jafntefli Þróttar í sumar en fyrsta jafntefli FH
Bestu leikmenn
1. Telma Ívarsdóttir
Telma Ívarsdóttir var öryggið uppmálað í marki FH. Átti mikilvægar vörslur og braut margar sóknir Þróttar á bak aftur með því að vera snögg út úr markinu sínu og komast á undan sóknarmönnum andstæðinganna í boltann. Kannski skrítið að velja markmann sem fær á sig tvö mörk en hún gat lítið gert í þeim. Bjargaði liðinu sínu hinsvegar margoft.
2. Morgan Goff
Morgan spilar alltaf vel. Það er bara þannig. Byrjaði leikinn í miðverði, fór svo á miðjuna og loks í hægri bakvörðinn. Leysti öll hlutverkin með prýði og skoraði auk þess gull af marki.
Atvikið
Andrea Mist elskar að taka horn á móti Þrótti. Kom FH yfir með marki beint úr hornspyrnu snemma í leiknum. Bjó svo til annað mark FH með annarri eitraðri hornspyrnu.
Hvað þýða úrslitin?
Liðin skipta með sér stigunum og senda Þór/KA í fallsæti á markatölu. Framundan er rosalegasta fallbarátta sem við höfum nokkru sinni séð í efstu deild kvenna. FH er í 7. sæti með 13 stig, Þróttur í 8. sæti með 12 stig. Jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu. KR-ingar eru svo á botni deildarinnar með 10 stig en eiga þrjá leiki til góða á hin liðin í botnbaráttunni.
Vondur dagur
Mary Alice klúðraði víti en bætti upp fyrir það með jöfnunarmarki Þróttar. Þurfti að fara meidd útaf á lokamínútunum og hélt þá um öxlina. Hrikalegur endir á deginum hjá þessum sterka leikmanni og vonandi fyrir Þróttara að meiðslin séu ekki alvarleg.
Dómarinn - 6
Mér fannst tríóið í góðum málum þar til síðustu 15 mínúturnar. Þá var kominn hiti í leikinn og virtist sem dómararnir réðu ekki alveg nógu vel við það. Fannst áhugavert hvenær gul spjöld voru dregin upp og hvenær ekki. Þróttarar áttu svo mögulega að fá víti í uppbótartíma.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir ('35)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir ('84)
17. Madison Santana Gonzalez ('72)
18. Phoenetia Maiya Lureen Browne
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('84)
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
24. Taylor Victoria Sekyra
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
15. Birta Stefánsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('84)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Árni Freyr Guðnason
Bríet Mörk Ómarsdóttir

Gul spjöld:
Andrea Mist Pálsdóttir ('77)
Phoenetia Maiya Lureen Browne ('80)

Rauð spjöld: