Meistaravellir
sunnudagur 18. júlí 2021  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Gamaldags grasgæði, völlurinn að líta þrælvel út - stafalogn, alskýjað og 12 stiga hiti.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
KR 1 - 1 Breiðablik
1-0 Kjartan Henry Finnbogason ('48)
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('67)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Pálmi Rafn Pálmason (f)
11. Kennie Chopart
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
21. Kristján Flóki Finnbogason ('68)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('76)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Stefán Árni Geirsson ('68)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
16. Theodór Elmar Bjarnason ('76)
17. Alex Freyr Hilmarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
37. Birgir Steinn Styrmisson

Liðstjórn:
Valgeir Viðarsson
Rúnar Kristinsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson
Aron Bjarni Arnórsson

Gul spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('7)
Atli Sigurjónsson ('17)
Rúnar Kristinsson ('44)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('50)
Kjartan Henry Finnbogason ('82)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Taktísk barátta tveggja öflugra liða, menn tóku ekki stórar áhættur, eftir fyrsta mark leiksins frá KR stigu Blikar upp og jöfnuðu að lokum. Eftir það voru bæði lið varkár og í lokin líklega bæði sátt við stigið.
Bestu leikmenn
1. Gísli Eyjólfsson
Gísli var mikið á ferðinni í kvöld, fyrst úti á kanti og svo inni á miðju. Gríðarlega vinnusamur, var ógnandi sóknarlega og öflugur varnarlega.
2. Pálmi Rafn Pálmason
Dálítið lestarstjórinn í KR liðinu. Situr djúpt og stýrir í kringum sig, svolítið mótorinn fyrir þá tæknilega sterku til að vinna í kringum. Stoðsendingin var engin tilviljun heldur.
Atvikið
Dauðafæri Blika í uppbótartíma, eftir frábært upphlaup Kristins Steindórssonar var hann í frábæru færi af vítapunktinum en skaut framhjá þegar hann hefði getað stolið stigunum þremur.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar lyfta sér upp í 2.sætið og uppfyrir Víkinga á markatölu, 4 stigum á eftir toppliði Vals með einn leik til góða. KR eru áfram í 4.sæti, nú stigi á eftir bæði Víking og Blikum.
Vondur dagur
Kristján Flóki hefur átt betri daga, braut klaufalega af sér snemma og þegar Blikar ná yfirhöndinni um tíma í síðari hálfleik átti hann erfitt með að verjast í kantframherjastöðunni. Kannski pínu ósanngjarnt að setja þetta á hann því hann er auðvitað miklu vanari að vera nían í liðinu. Svona er þetta samt, lítil miskunn í boltanum sko!
Dómarinn - 9,0
Erlendur er öflugur leikstjórnandi með flautuna og var það einnig í kvöld, óhræddur við að veifa spjöldum og hélt línu eiginlega allt til loka. Hefði þó líklega átt að skella spjaldi á Blikana í lokin þegar þeir duttu þar í minniháttar peysutog í tvígang til að tefja KR. Það var þó umdeilanlegt og þessum leik stjórnað af yfirvegun og festu hjá dómarateyminu. Til sóma.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
21. Viktor Örn Margeirsson
24. Davíð Örn Atlason ('71)
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('71)

Varamenn:
3. Oliver Sigurjónsson
9. Thomas Mikkelsen ('71)
10. Kristinn Steindórsson ('71)
12. Brynjar Atli Bragason (m)
14. Jason Daði Svanþórsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('45)

Rauð spjöld: