Samsungvöllurinn
miðvikudagur 28. júlí 2021  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Maður leiksins: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Stjarnan 2 - 1 Selfoss
0-1 Caity Heap ('15)
1-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('53)
2-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('79)
Myndir: Hafrún Guðmundsdóttir
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
0. Katrín Ásbjörnsdóttir
0. Sóley Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Alma Mathiesen ('46)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('90)

Varamenn:
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
7. Klara Mist Karlsdóttir
12. María Björg Ágústsdóttir
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('90)
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('46)
22. Elín Helga Ingadóttir

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Alma Mathiesen ('21)
Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('61)

Rauð spjöld:
@ Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Stjarnan var einfaldlega betra liðið í dag. Leikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelmingi Selfoss og leikmenn Selfoss sköpuðu sér fá færi.
Bestu leikmenn
1. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Úlfa Dís var feykilega öflug í dag, það sást minna til hennar í fyrri hálfleik en eftir að Kristján færði hana ofar á völlinn í seinni hálfleik var hún óstöðvandi, skoraði bæði mörk Stjörnunar og ógnaði marki Selfoss mikið.
2. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
Ingibjörg átti mjög góðan leik á miðjunni í dag. Var hrikalega dugleg og vann marga bolta. Hún átti stóran þátt í fyrra marki Stjörnunar þegar hún vinnur boltann á miðjunni og á stoðsendinguna á Úlfu í seinna markinu.
Atvikið
Fyrra mark Stjörnunar á 53. mínútu. Benedicta í marki Selfoss sendir á Unni Dóru og Ingibjörg Lúcía kemur á mikilli siglingu á móti boltanum og brýtur á Unni Dóru en Helgi dæmir ekkert og í kjölfarið skorar Stjarnan.
Hvað þýða úrslitin?
Stjarnan kemur sér fyrir í 3. sæti deildarinnar og eru með 19. stig. Selfoss fer aftur á móti niður í 5. sætið og eru með 18. stig en eftir góða byrjun hafa þær ekki náð í sigur í síðustu þremur leikjum. Í næstu umferð mætir Stjarnan Þór/KA og Selfoss tekur á móti Þrótti.
Vondur dagur
Selfoss liðið í heild átti ekki góðan dag en það fór sérstaklega lítið fyrir sóknarmönnum liðsins. Þegar Selfoss sótti komu þær sér ekki í góð færi og lutu yfirleitt í lægra haldi fyrir varnarmönnum Stjörnunar.
Dómarinn - 5
Heilt yfir ágætur leikur hjá Helga en Ingibjörg brýtur klárlega á Unni Dóru þegar hún vinnur boltann og Stjarnan skorar síðan jöfnunarmark.
Byrjunarlið:
1. Benedicte Iversen Haland (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir ('46)
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
11. Anna María Bergþórsdóttir ('46)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
21. Þóra Jónsdóttir
22. Brenna Lovera ('72)
23. Emma Kay Checker
27. Caity Heap ('72)

Varamenn:
13. Guðný Geirsdóttir (m)
5. Susanna Joy Friedrichs ('46)
8. Katrín Ágústsdóttir ('72)
9. Eva Núra Abrahamsdóttir ('72)
16. Kristrún Rut Antonsdóttir ('46)
17. Íris Embla Gissurardóttir

Liðstjórn:
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Óttar Guðlaugsson (Þ)
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Caity Heap ('38)

Rauð spjöld: