SaltPay-völlurinn
miðvikudagur 28. júlí 2021  kl. 18:30
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 137
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Þór/KA 2 - 2 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir ('5)
1-1 Colleen Kennedy ('8)
1-2 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('24)
2-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
0. Jakobína Hjörvarsdóttir
6. Karen María Sigurgeirsdóttir
7. Margrét Árnadóttir ('84)
9. Saga Líf Sigurðardóttir ('76)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
13. Colleen Kennedy
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
21. Shaina Faiena Ashouri
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir ('76)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
5. Steingerður Snorradóttir
8. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir ('76)
20. Arna Kristinsdóttir ('84)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('76)
27. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir

Liðstjórn:
Bojana Besic
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Anna Catharina Gros
Perry John James Mclachlan
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir

Gul spjöld:
Bojana Besic ('78)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Þór/KA áttu gríðarlega góðan leik í síðari hálfleik. Breiðablik var farið að reyna tefja undir lokin, náðu að hanga á boltanum í einhverjar tvær rúmar mínútur í uppbótartíma, þær fengu það svo sannarlega í bakið.
Bestu leikmenn
1. Arna Sif Ásgrímsdóttir
Hún getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Stórkostleg. Hún var orðin fremst undir lok leiksins og var hættuleg þar, tryggði Þór/KA stigið síðan á lokasekúndunum.
2. Colleen Kennedy
Kom Þór/KA á blað í leiknum og átti mjög fína spretti.
Atvikið
Það er augljóslega bara síðasta markið í leiknum, flautumark, gríðarlega vont fyrir Blika í toppbaráttunni að fá bara eitt stig hér í kvöld.
Hvað þýða úrslitin?
Vond úrslit fyrir Breiðablik í toppbaráttunni, einu stigi á eftir Val og Valur á leik til góða gegn Fylki á útivelli á föstudaginn. Frábært fyrir Þór/KA að ná stigi gegn Breiðablik. Þær eru í 7. sæti 5 stigum frá fallsæti. Þær eiga Stjörnuna næst úti á föstudaginn eftir viku. Stjarnan situr núna í 3. sæti.
Vondur dagur
Blikar mættu ekki til leiks í síðari hálfleik. Vilhjálmur sagði í viðtali eftir leik það klassíska að þriðja markið hefði klárað leikinn, þær voru ekki mjög líklegar til að ná í það.
Dómarinn - 7
Hann dæmdi ekki neitt nema vitlaus innköst hér í dag. Ekki grófur leikur, ekkert vesen. Ein rangstaða dæmd á Þór/KA sem var eitthvað á mörkunum.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Taylor Marie Ziemer ('74)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Chloé Nicole Vande Velde ('90)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('90)
21. Hildur Antonsdóttir ('62)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('74)
17. Karitas Tómasdóttir ('62)
19. Birta Georgsdóttir ('90)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('90)

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)

Gul spjöld:
Hildur Þóra Hákonardóttir ('83)

Rauð spjöld: