Þorláksmessa er haldin til minningar um Þorlák hinn helga Þórhallsson biskup í Skálholti. Slúðurpakki dagsins er kominn í hús.
Manchester United er með sjö miðjumenn á blaði, einn af mögulegum kostum er lánssamningur fyrir enska landsliðsmanninn Conor Gallagher (25) hjá Atletico Madrid í janúar. (Talksport)
Carlos Baleba hjá Brighton, Elliot Anderson hjá Nottingham Forest, Adam Wharton hjá Crystal Palace, Tyler Adams hjá Bournemouth, Angelo Stiller hjá Stuttgart og Rúben Neves hjá Al-Hilal hafa einnig verið ræddir hjá Man Utd. (Talksport)
Aston Villa hefur haft samband við fulltrúa Brennan Johnson (24), kantmann Wales og Tottenham, sem er ekki framarlega í myndinni hjá Spurs. Crystal Palace hefur einnig áhuga á honum. (Teamtalk)
Tottenham hefur hætt við að reyna að fá framherjann Antoine Semenyo (25) frá Bournemouth og Gana. Hann er enn á óskalistum hjá Manchester City og Manchester United, en Liverpool er að meta möguleika sína eftir meiðsli Alexander Isak. (Sky Sports)
Semenyo, sem er með riftunarákvæði upp á 60,5 milljónir punda, gæti tekið ákvörðun um framtíð sína á mánudaginn. (Mail)
Chelsea er opið fyrir því að senda franska varnarmanninn Axel Disasi (27) til AC Milan í janúarglugganum, en ítalska félagið bíður með að meta möguleika sína. (Football Italia)
Chelsea og Manchester City hafa bæði áhuga á enska unglingavængmanninum Jeremy Monga (16) og gætu reynt að fá hann frá Leicester, sem er í Championship-deildinni, í janúar. (Teamtalk)
Roma hefur boðið 5 milljónir evra (4,4 milljónir punda) í að fá hollenska framherjann Joshua Zirkzee (24) hjá Manchester United í janúar; auk 30 milljóna evra (26,2 milljóna punda) til viðbótar í júní til að gera samninginn varanlegan. (Il Messaggero)
Newcastle United heldur áfram viðræðum við þýska félagið Eintracht Frankfurt sem vill fá William Osula (22). Framherjinn vill fara í þýsku deildina og bíður eftir að félögin nái samkomulagi. (Florian Plettenburg)
Manchester United og Newcastle United hafa sett portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (28) á óskalista og talið er að Al-Hilal sé opið fyrir sölu í janúar. (Caught Offside)
Brasilíski framherjinn Endrick (19) hjá Real Madrid er á leið til Lyon á sex mánaða lánssamningi. (ESPN)
Bayer Leverkusen er að kanna möguleika Harry Howell (17) frá Brighton. (Florian Plettenberg)
Franski miðjumaðurinn Ayyoub Bouaddi (18) hjá Lille er á blaði Chelsea. (Caught Offside)
Athugasemdir



