Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Valur
1
0
KR
Tryggvi Hrafn Haraldsson '74 1-0
04.08.2021  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Alvöru fótboltaveður. Fánarnir hreyfast ekki, 14 stiga hiti og gengur á með ROSALEGUM skúrum. Þýðir rennblautt gervigras sem skiptir máli.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 662
Maður leiksins: Hannes Þór Halldórsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('50)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall ('76)
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
13. Rasmus Christiansen
14. Guðmundur Andri Tryggvason
33. Almarr Ormarsson ('65)

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
4. Christian Köhler ('50)
8. Arnór Smárason
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('65)
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson ('76)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('27)
Birkir Heimisson ('44)
Orri Sigurður Ómarsson ('88)
Guðmundur Andri Tryggvason ('90)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Iðnaðarsigur meistaranna í slag Reykjavíkurrisanna
Hvað réði úrslitum?
Valsmenn kláruðu færi en KR ekki. Mjög jafn leikur í gamaldags baráttuleik þar sem öllu máli skipti að nýta færin. Svo auðvitað að standa vörnina. Meistararnir gerðu það og hirtu sigur sem gat lent báðu megin.
Bestu leikmenn
1. Hannes Þór Halldórsson
Landsliðsmarkmaðurinn gerði allt rétt í dag. Yfirvegaður í öllum sínum aðgerðum, það þarf að verja þá bolta sem koma og það gerði Hannes. Tvöfalda varslan hans var matchwinning atriði og hann róaði sína menn niður þegar þurfti í lokin.
2. Kristinn Jónsson
Langbestur KR-inga, áætlunarferðir upp vænginn og dældi boltum inn í teiginn þar sem hans menn náðu ekki að nýta sér stöðurnar.
Atvikið
Áður bent á tvöfalda vörslu Hannesar en lykilmóment leiksins er þegar að Kristján Flóki og Kjartan Henry eru skyndilega tveir einir gegn Hannesi í markteignum. Flóki valdi að skjóta á markið, beint á Hannes í stað þess að renna boltanum á Kjartan sem hefði ekki getað brennt af. Stuttu síðar skora Valsmenn úr mjög svipaðri stöðu.
Hvað þýða úrslitin?
Valsmenn eru komnir með 4ra stiga forystu á toppnum og slíta sig aðeins frá pakkanum. KR eru áfram í 5.sæti og nú þarf ansi margt að gerast til að Vesturbærinn fái meistaratitil.
Vondur dagur
Sóknarlínan hjá KR náði ekki að nýta sér færin eins og kemur fram í atvikinu og vali á manni leiksins en það vantaði líka pínulítið bara upp á áræðnina á síðasta þriðjungi, taka eitt og eitt langskot og fylgja fast á eftir þeim möguleikum sem gáfust. Að öðru leyti er hægt að hrósa báðum liðum fyrir bara mjög öflugan fótboltaleik tveggja góðra liða.
Dómarinn - 8,0
Ívar var í stóru hlutverki í kvöld. Það var hasar frá mínútu 1 til mínútu 97 og hann náði fínum tökum á línu sem hann hélt að mestu í gegnum leikinn. Hann átti þó að spjalda Hauk Pál í fyrri hálfleik og í blálokin var kannski aðeins of mikill flautuleikur í boði. Heilt yfir getur teymið labbað sátt af velli í þrælkrefjandi leik.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Stefán Árni Geirsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('70)
23. Atli Sigurjónsson ('82)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('82)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Emil Ásmundsson
14. Ægir Jarl Jónasson ('70)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Sigurvin Ólafsson

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('84)
Pálmi Rafn Pálmason ('90)
Arnþór Ingi Kristinsson ('90)

Rauð spjöld: