Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 09:30
Elvar Geir Magnússon
Valið er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs
Powerade
Solskjær eða Carrick?
Solskjær eða Carrick?
Mynd: EPA
Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Jörgen Strand Larsen.
Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Jörgen Strand Larsen.
Mynd: Wolves
Michail Antonio fær ekki samning hjá Leicester.
Michail Antonio fær ekki samning hjá Leicester.
Mynd: michailantonio/Instagram
Góðan og gleðilegan miðvikudag. Það verða átta leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Veisla framundan. En hér er allt helsta slúðrið, BBC tók saman.

Ole Gunnar Solskjær og Michael Carrick eru í tveggja hesta kapphlaupi um að verða bráðabrigðastjóri Manchester United út tímabilið. (Mail)

Ricky Massara hjá Roma segir að staðan varðandi tilraunir félagsins til að fá Joshua Zirkzee (24) frá Manchester United hafi breyst eftir að Rúben Amorim var rekinn frá Old Trafford. (Sky Sports Italia)

Newcastle United mun fá samkeppni frá Tottenham ef félagið reynir aftur að fá norska sóknarmanninn Jörgen Strand Larsen (25) frá Úlfunum. (ChronicleLive)

Tottenham hyggst fá inn sóknarleikmann í janúar þar sem meiðsli ganverska landsliðsmannsins Mohammeds Kudus (25) eru verri en upphaflega var talið. (Telegraph)

Vonir Juventus um að fá Federico Chiesa (28) frá Liverpool velta á því hvort Mohamed Salah (33) verði áfram á Anfield. La Gazzetta dello Sport)

Napoli hefur einnig áhuga á Chiesa en Liverpool hefur ekki fengið neinar formlegar beiðnir um leikmanninn og er ólíklegt að leyfa honum að færa sig um set í janúar. (Sky Sports News)

Bayern München hefur boðið franska varnarmanninum Dayot Upamecano (27) endurbættan samning. Núgildandi samningur hans rennur út í sumar og hann virðist afslappaður með stöðuna. (Sky Sports Þýskalandi)

AC Milan hefur áhuga á miðverðinum Kim Min-jae (29) hjá Bayern München en launatölur hans flækja stöðuna. (La Gazzetta dello Sport)

Endrick (19), sem er kominn til Lyon á láni frá Real Madrid, segir að Carlo Ancelotti landsliðsþjálfari Brasilíu hafi ráðlagt sér að færa sig um set til að fá meiri spiltíma. (Goal)

Michail Antonio (35), fyrrum sóknarmaður West Ham, fær ekki samning við Leicester eftir að hafa orðið fyrir vöðvameiðslum. Hann hefur ekki spilað síðan hann lenti í bílslysi í desember 2024. (TalkSport)

Suður-kóreski framherjinn Yang Min-hyeok (19) er á leiðinni til Coventry, toppliðs Championship-deildarinnar, á láni frá Tottenham. (Fabrizio Romano)

Paul Midgley, yfirmaður leikmannamála yngri liða Newcastle, hefur hafnað tilboði Manchester United um að fara í svipað starf hjá félaginu. (Mail)

Markvörðurinn Marc-André ter Stegen (33) er aftur meiddur og það gæti haft áhrif á það hvort hann fari á láni frá Barcelona í þessum mánuði. (Fabrizio Romano)

Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski (37) vill ekki yfirgefa Barcelona í janúar þrátt fyrir fjölda fyrirspurna frá öðrum félögum. (Sky Sports Þýskalandi)
Athugasemdir
banner