Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Stjarnan
1
3
Breiðablik
0-1 Viktor Karl Einarsson '24
0-2 Höskuldur Gunnlaugsson '33
0-3 Höskuldur Gunnlaugsson '54
Oliver Haurits '72 1-3
09.08.2021  -  19:15
Samsungvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Kvöldsólin skín, smá vindur en heitt úti
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 539
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
Björn Berg Bryde
2. Heiðar Ægisson ('83)
6. Magnus Anbo ('59)
7. Eggert Aron Guðmundsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('59)
20. Eyjólfur Héðinsson ('59)
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason ('59)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson ('59)
7. Einar Karl Ingvarsson ('59)
8. Halldór Orri Björnsson ('59)
11. Adolf Daði Birgisson ('83)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
99. Oliver Haurits ('59)

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Haraldur Björnsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ejub Purisevic

Gul spjöld:
Magnus Anbo ('32)
Daníel Laxdal ('70)
Heiðar Ægisson ('80)

Rauð spjöld:
@AddiLauf Arnar Laufdal Arnarsson
Skýrslan: Meistarabragur á Blikum
Hvað réði úrslitum?
Spilamennska Blika var til fyrirmyndar í þessum leik og hreinlega ótrúlegt að Blikar skoruðu ekki fleiri mörk því þeir fengu þrjú sannkölluð dauðafæri til þess að skora. Blikarnir halda áfram góðri spilamennsku sem þeir hafa verið sýna undanfarið. Fullkomlega verðskuldaður leikur.
Bestu leikmenn
1. Höskuldur Gunnlaugsson
Fyrirliðinn steig svo sannarlega upp í kvöld, tvö frábær og mikilvæg mörk. Höskuldur oft fengið mikla gagnrýni en verið stórkostlegur síðustu leiki
2. Viktor Karl Einarsson
Skoraði flottasta mark leiksins til að brjóta ísinn fyrir Blika. Skilaði sínum hlaupatölum og var frábær í uppspili Blika sem gekk ljómandi vel. Anton Ari og Damir nálægt því að komast á blað.
Atvikið
Oft talað um þetta fræga þrðja mark sem breytir leikjum og það gerði það í dag. Eftir að Blikar komust í 3-0 á virtist bara slökkna á þeim bláu, Stjörnumenn reyndu eins og þeir gátu að snúa þessu við en gátu það ekki.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar eru í 3. sæti fjórum stigum frá Val sem eru í efsta sæti deildarinnar en Blikar eiga hins vegar leik til góða á bæði KA og Val sem eru í 2. og 3. sæti. Stjarnan eru í 9. sæti aðeins þremur stigum frá falli.
Vondur dagur
Hilmar Árni Halldórsson var ekki nægilega góður í þessum leik, náði ekki að búa til nógu góð færi fyrir liðsfélaga sína, hann hefði þurft að stíga miklu meira upp í stöðunni 3-1 þegar Stjörnumenn voru í alvöru séns að jafna leikinn.
Dómarinn - 8
Jóhann Ingi til fyrirmyndar í dag. Spjaldaði menn réttilega og virtist vera með allt í teskeið.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('63)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
10. Árni Vilhjálmsson ('63)
14. Jason Daði Svanþórsson ('90)
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('46)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
9. Thomas Mikkelsen ('63)
11. Gísli Eyjólfsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('90)
18. Finnur Orri Margeirsson ('63)
24. Davíð Örn Atlason ('46)
29. Tómas Bjarki Jónsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Alexander Helgi Sigurðarson ('38)
Davíð Ingvarsson ('74)

Rauð spjöld: