Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
KA
0
2
Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson '46
0-2 Árni Vilhjálmsson '55
25.08.2021  -  18:00
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Algjör steik - 24° hiti og smá gola. Þetta er Akureyri, við hverju búist þið?
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: Ekki vitað
Maður leiksins: Kristinn Steindórsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
8. Sebastiaan Brebels
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('62)
20. Mikkel Qvist
26. Mark Gundelach
27. Þorri Mar Þórisson ('74)
29. Jakob Snær Árnason ('62)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('62)

Varamenn:
3. Kári Gautason
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('62)
14. Andri Fannar Stefánsson ('74)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('62)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('62)
32. Þorvaldur Daði Jónsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Ívar Arnbro Þórhallsson

Gul spjöld:
Mikkel Qvist ('44)
Hallgrímur Jónasson ('69)

Rauð spjöld:
@danielmagg77 Daníel Smári Magnússon
Skýrslan: Blikar á toppinn eftir sigur á Greifavellinum
Hvað réði úrslitum?
10 mínútna kafli í upphafi seinni hálfleiks sá til þess að stigin þrjú fara með Blikum í Kópavoginn. Þeir komust yfir eftir 45 sekúndna leik í seinni hálfleik, þar sem að KA menn fóru illa að ráði sínu í uppspili sínu. Eftir að Árni Vilhjálmsson tvöfaldaði forystu Breiðabliks þá var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda.
Bestu leikmenn
1. Kristinn Steindórsson
Skoraði fyrra markið og lagði upp það seinna. Hann var klókur í sínum aðgerðum og tók upp góðar stöður. Stoðsending hans á Árna var feykilega vel útfærð.
2. Gísli Eyjólfsson
Hann er eins og eimreið á fullu spani þegar hann kemst á ferðina með boltann. Var algjör miðpunktur í hröðum skyndisóknum Blika og hlutirnir fóru að ganga þegar hann fann sér pláss á miðjunni eftir hæga byrjun gestanna.
Atvikið
Mark Kristins. Seinni hálfleikur var varla byrjaður þegar að Blikar komust yfir og stúkan steinþagnaði.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar tylla sér á toppinn þegar fjórar umferðir eru eftir og eru tveimur stigum á undan Valsmönnum og Víkingum. Þeir eiga útileik gegn Fylki í næstu umferð. KA menn stimpluðu sig formlega út úr titilbaráttunni með þessu tapi en eiga þrjá heimaleiki í síðustu fjórum umferðunum og geta gert harða atlögu að Evrópusæti. Þeir mæta Skagamönnum á sunnudaginn næsta.
Vondur dagur
KA í seinni hálfleik. Það þarf í raun ekki að orðlengja um það. Þeir mættu í krummafót eftir leikhlé og Blikarnir þökkuðu kærlega fyrir sig. Heimamönnum gekk svo afleitlega að skapa sér færi, sem einskorðaðist reyndar ekki við seinni hálfleik. Þeir áttu í mesta basli með að finna glufur á vörn Blika.
Dómarinn - 6
Hægðist verulega á leiknum eftir að Blikar komust í 0-2 og hann féll kannski stundum í þá gryfju að dæma á tittlingaskít Blikum í vil.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
10. Árni Vilhjálmsson ('87)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('67)
18. Finnur Orri Margeirsson
18. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('87)
24. Davíð Örn Atlason ('67)
29. Tómas Bjarki Jónsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Hildur Kristín Sveinsdóttir
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('88)

Rauð spjöld: