Liverpool mun eyða 43 milljónum punda í varnarmanninn Joel Ordonez, Roma vill fá Mo Salah til baka og Man Utd horfir til Jean-Philippe Mateta og Jeremy Jacquet. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.
Liverpool er að ganga frá kaupum á Joel Ordonez (21) varnarmanni Club Brugge og Ekvador fyrir allt að 43 milljónir punda. (Mirror)
Roma vill fá Mo Salah (33) aftur í sínar raðir frá Liverpool en ítalska félagið er ólíklegt til að reyna fyrr en í sumar. (La Repubblica)
Man Utd hefur áhuga á Jean-Philippe Mateta (28) framherja Crystal Palace og Jeremy Jacquet (20) varnarmanni Rennes. Báðir eru þeir franskir. (Sky Sports)
Man Utd er að undirbúa sölu á Bruno Fernandes (31) og ekki er útilokað að hann fari í janúar. (Football Insider)
West Ham vill fá Adama Traore (29) vængmann Fulham en launakröfur gætu komið í veg fyrir skiptin. (Telegraph)
Búist er við því að Real Madrid hefji á ný samningsviðræður við Vinicius Jr. (25) en hann vill vera áfram hjá félaginu. (AS)
West Ham er búið að ná samkomulagi um kaup á Taty Castellanos (27) framherja Lazio á 25 milljónir punda. (Romano)
Nottingham Forest vill fá Jörgen Strand Larsen (25) frá Wolves en Crystal Palace fylgist líka með framherjanum. (Telegraph)
Chelsea íhugar að bjóða í Souza (19) varnarmann Santos en AC Milan leiðir kapphlaupið um hann. (AS)
Fulham, Crystal Palace og Sunderland fylgjast með Ilan Kebbal (27) miðjumanni Paris FC og Alsír. (Football Insider)
Chelsea hefur áhuga á Konstantinos Karetsas (18) miðjumanni Genk en hann hefur líka verið orðaður við Arsenal. (Mirror)
Inter vill klára kaupin á Manuel Akanji (30) frá Man City en hann er á láni hjá ítalska félaginu. (Gazzetta)
Man Utd ætlar ekki að kalla varnarmanninn Harry Amass (18) úr láni frá Sheffield Wednesday. (Sun)
Newcastle ætlar að setja sig í samband við Toulouse vegna Dayann Methalie (19) sem er varnarmaður. (Mail)
West Ham hefur áhuga á Raheem Sterling (31) sem er úti í kuldanum hjá Chelsea. (Talksport)
Bayern Munchen gæti selt miðjumanninn Leon Goretzka (30) í janúar. Tottenham, Arsenal og Man Utd hafa áhuga. (CaughtOffside)
Athugasemdir




