Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK
1
0
Stjarnan
Birnir Snær Ingason '75
Valgeir Valgeirsson '79 1-0
20.09.2021  -  19:15
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Kórinn, það er logn og rigningarlaust.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Guðmundur Þór Júlíusson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f) ('53)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason
17. Valgeir Valgeirsson
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
30. Stefan Ljubicic ('85)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
7. Örvar Eggertsson ('53)
10. Ásgeir Marteinsson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Jón Arnar Barðdal ('85)
20. Ívan Óli Santos

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('50)
Valgeir Valgeirsson ('56)
Birnir Snær Ingason ('71)
Sandor Matus ('79)

Rauð spjöld:
Birnir Snær Ingason ('75)
@maggimark Magnús Þór Jónsson
Skýrslan: Nýr dagur og ný dramatík þegar HK vann Stjörnuna
Hvað réði úrslitum?
Verulega góð afgreiðsla Valgeirs Valgeirssonar og öflugur varnarleikur HK. Lokaður leikur kallar á það að menn nýti þegar færin detta og það gerði Valgeir. HK þurftu að hræra upp í varnarleiknum fyrir leik og í leiknum sjálfum en héldu búrinu hreinu.
Bestu leikmenn
1. Guðmundur Þór Júlíusson
Leiðtogi í leiknum í kvöld. Byrjar með Leif, Rauschenberg ekki með. Leifur meiðist á 53.mínútu, Guðmundur fær bandið og gargar sína menn áfram og stýrir svo varnarleiknum eftir að þeir komast yfir. Gríðarlega öflugur í kvöld.
2. Valgeir Valgeirsson
Síkvikur að venju, fyrst á kantinum og svo í bakverði þegar Leifur meiðist. Hraðinn svo sannarlega mikilvægur í kvöld og mikið hugrekki að vera kominn langt inn í teig til að afgreiða sendingu Ljubicic fyrir markið.
Atvikið
Hér þarf að ræða seinna gula spjald Birnis Snæs á 75.mínútu. Darraðadans í teignum, Birnir pikkar boltanum framhjá Ólafi Karli Finsen og þegar hann snýr Ólaf af sér kemur snerting og Birnir fellur. Vilhjálmur metur að um óíþróttamannslega framkomu sé að ræða, réttir upp seinna gula sem þýðir rautt í fótbolta. Risaatvik sem þó má segja að hafi haft þau áhrif að kveikja neista í HK sem skora sigurmarkið 4 mínútum síðar.
Hvað þýða úrslitin?
HK fór upp fyrir ÍA og í hið gríðarmikilvæga 10.sæti. Þeirra verkefni er einfalt, bara vinna leikinn og þeir eru öruggir...eða...bíddu, það er Kópavogsslagur. Sá stærsti í sögunni einfaldlega. Watch the space for drama. Stjarnan fer inn í lokaumferðina í 7.sæti og gætu farið alveg niður í 9.sæti ef þeir tapa fyrir KR og úrslit fara á verri veg fyrir þá.
Vondur dagur
Fyrir alla sóknarmennina...nema Valgeir. Lokaður leikur og menn fengu úr litlu að moða en þennan leik vantaði áræðni og grimmd sóknarlega. Af því sást lítið.
Dómarinn - 6,0
Ef leiknum hefði lokið eftir 75 mínútur hefði dómarakvartettinn klárlega verið með solid níu. Eftir að hafa glápt oft á Atvikið þá er ég jafn sannfærður og ég var á leiknum að gult spjald hafi verið röng ákvörðun hjá dómurunum, kannski ekki víti en aldrei seinna gula. Í kjölfarið fannst mér líka að Ólafur Karl Finsen slyppi ekki bara einu sinni heldur tvisvar við sitt seinna gula og því ósamræmi í stórum ákvörðunum. Öll leikstjórn að öðru leyti góð en þessar ákvarðanir draga einkunn niður að þessu sinni.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
4. Óli Valur Ómarsson
6. Magnus Anbo ('46)
7. Einar Karl Ingvarsson ('84)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('84)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('84)
22. Emil Atlason
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
3. Oscar Francis Borg ('84)
11. Adolf Daði Birgisson ('84)
17. Ólafur Karl Finsen ('46)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
20. Eyjólfur Héðinsson
21. Elís Rafn Björnsson ('84)
35. Daníel Freyr Kristjánsson

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ejub Purisevic

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('54)
Björn Berg Bryde ('69)

Rauð spjöld: