Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Oliver Glasner er einn af þeim sem koma til greina til að taka við Man Utd í sumar en hann yfirgefur þá Crystal Palace þegar samningur hans rennur út. (Mirror)
Chelsea og Man City eru fremst í baráttunni um Dro Fernandez (18), leikmann Barcelona, en hann er með 5,1 milljón punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Talksport)
Thomas Frank, stjóri Tottenham, vill fá vinstri sóknarmann í janúar eða næsta sumar. (Telegraph)
Burnley hefur áhuga á James Ward-Prowes (31), leikmanni West Ham. (Sun)
Leeds hefur spurst fyrir um Jörgen Strand Larsen (25), en félagið á eftir að gera tilboð í framherja Wolves. (Athletic)
Inter mun bjóða Francesco Pio Esposito (20), nýjan samning til að hrinda frá sér áhuga úrvalsdeildarfélaga. (Tuttosport)
Crystal Palace gæti misst annan lykilmann þar sem Jean-Philippe Mateta (28), vill fá nýja áskorun og Juventus hefur áhuga. (Sky Sports)
Real Madrid mun hefja viðræður við Vinicius Jr. (28), um nýjan samning eftir að Xabi Alonso var rekinn sem stjóri liðsins. (ESPN)
Man Utd hefur hafnað nokkrum tilboðum frá félögum í úrvalsdeildinnii og Milan í Harry Maguire (32). (Sun)
Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, er sagður vera eftirmaður Didier Deschamps sem stjóri franska landsliðsins. (L'Equipe)
Stoke hefur áhuga á að fá Jesurun Rak-Sakyi (23), á láni frá Crystal Palace út tímabilið. (Football Insider)
Tottenham hefur enn áhuga á Ricardo Pepi (23), leikmanni PSV, þrátt fyrir að bandaríski framherjinn hafi handleggsbrotnað fyrr í þessum mánuði. (Sky Sports)
Vasilije Kostov (17), leikmaður Rauðu stjörnunnar er á óskalista Arsenal. (Sun)
Angers hefur hafnað tilboði Crystal Palace í Sidiki Cherif (19), en enska félagið vildi fá hann á láni með kaupskyldu. Franska félagið vill selja hann strax. (Foot Mercato)
Newcastle hefur blandað sér í baráttuna um varnarmanninn Tarik Muharemovic (22), en Milan er einnig með í baráttunni. (Football Mercato)
Áhugi Juventus á að endursemja við Federico Chiesa (28), leikmann Liverpool, fer minnkandi. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir




