Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
Valur
0
1
Stjarnan
0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '80
25.08.2012  -  16:00
Laugardalsvöllur
Borgunarbikar kvenna - Úrslitaleikur
Aðstæður: Haust í lofti. Léttskýjað og lygnt.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
1. Brett Maron (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
5. Telma Ólafsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
7. Rakel Logadóttir
7. Hildur Antonsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen ('85)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Dóra María Lárusdóttir
30. Katrín Gylfadóttir

Varamenn:
12. Þórdís María Aikman (m)
15. Ingunn Haraldsdóttir
16. Katla Rún Arnórsdóttir
22. Svana Rún Hermannsdóttir
24. Erla Steina Sverrisdóttir
29. Telma Þrastardóttir ('85)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Glæsimark fyrirliðans tryggði Stjörnunni fyrsta bikarmeistaratitilinn
Það var sögulegur dagur fyrir Stjörnuna í dag en Stjörnustúlkur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn með 1-0 sigri á Val. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitillinn í sögu félagsins og verður að segja að hann hafi verið vel verðskuldaður. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað ef undan er skilið stórglæsilegt sigurmark fyrirliðans Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur en bæði lið voru mætt til að berjast og selja sig dýrt.

Stjarnan fékk tvö virkilega góð færi í upphafi leiks. Fyrst slapp Inga Birna Friðjónsdóttir inn fyrir varnarlínu Vals en Brett Maron í markinu sá við hana. Stuttu síðar komst Harpa Þorsteinsdóttir ein í gegn en aftur varði Maron og hélt Valsstúlkum inni í leiknum.

Annars var lítið um opin færi í leiknum. Stjarnan reyndi mikið að setja boltann aftur fyrir varnarlínu Vals en tókst ekki að skapa sér afgerandi færi. Bæði lið reyndu skot utan af velli en flest þeirra voru hættulaus. Besta tækifæri Vals í leiknum kom þó úr einu slíku þegar hægri bakvörðurinn Berglind Rós Ágústsdóttir átti hörkuskot utan af hægri kanti sem sleikti stöngina utanverða.

Stjarnan hélt undirtökunum í síðari hálfleik án þess þó að skapa sér opin marktækifæri. Liðið fékk fjölmargar hornspyrnur sem nýttust illa og það sama má reyndar segja um Valsara þó hornin hafi verið færri þeim megin.

Það virtist allt ætla að stefna í framlengingu þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, tók sig til og gerði út um leikinn. Markið kom á 83. mínútu en Gunnhildur fékk þá boltann utan við hægra vítateigshornið og lét vaða í fjærhornið. Virkilega flott mark og viðeigandi hjá fyrirliðanum að taka af skarið.

1-0 yfir sigldu Stjörnustúlkur sigrinum í höfn og lönduðu fyrsta bikarmeistaratitli í sögu félagsins.
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Inga Birna Friðjónsdóttir
3. Veronica Perez ('59)
4. Glódís Perla Viggósdóttir ('80)
4. Edda María Birgisdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
8. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir
16. Kate A. Deines
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
9. Kristrún Kristjánsdóttir
11. Elva Friðjónsdóttir ('80)
24. Bryndís Björnsdóttir
25. Edda Mjöll Karlsdóttir
28. Ashley Bares ('59)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir ('86)

Rauð spjöld: