Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Breiðablik
0
1
Valur
0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir '55
Melina Ayres '83 , misnotað víti 0-1
24.05.2022  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Blautt en nánast logn
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 586
Maður leiksins: Sandra Sigurðardóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Natasha Anasi (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir ('83)
17. Karitas Tómasdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
22. Melina Ayres ('83)
25. Anna Petryk ('74)

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
10. Clara Sigurðardóttir
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('74)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('83)
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir
28. Birta Georgsdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason

Gul spjöld:
Natasha Anasi ('52)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Skýrslan: Valskonur á toppinn
Hvað réði úrslitum?
Valur skoraði en Breiðablik ekki. Það er svona skýrasta svarið. En Blikar fengu fullt af marktækifærum í kvöld sem þeim tókst ekki að nýta, auk þess sem þær klikkuðu á vítaspyrnu. Valur átti ekki jafn mörg marktækifæri en náðu að nýta sér hornspyrnu þar sem Arna Sif skoraði með skalla.
Bestu leikmenn
1. Sandra Sigurðardóttir
Fullkomin frammistaða hjá Söndru í kvöld. Hún varði nokkrum sinnum gríðarlega vel og átti allavega þrjár góðar vörslur á fyrsta korteri leiksins. Hún kórónaði leik sinn þegar hún varði vítaspyrnu á 83. mínútu leiksins og tryggði Val endanlega sigurinn.
2. Arna Sif Ásgrímsdóttir
Fyrir vítaspyrnuna hefði Arna Sif verið maður leiksins, en hún átti eins og Sandra frábæran leik. Hún skoraði sigurmark leiksins úr hornspyrnu og var virkilega góð varnarlega og hreinsaði fjölmargar hornspyrnur Blika burt.
Atvikið
Vítaspyrnan á 83. mínútu. Melina Ayres stígur á punktinn og getur jafnað leikinn en Sandra les hana og ver frábærlega.
Hvað þýða úrslitin?
Valskonur hirða toppsætið og skilja Blika eftir í rykinu. Breiðablik er með 9 stig í 6. sæti deildarinnar eftir 6 umferðir og eru komnar 6 stigum á eftir Val.
Vondur dagur
Blikum gekk illa að skora mark, en þær fengu nóg af tækifærum til þess. Melina Ayres hefur átt betri daga í grænu treyjunni en hún virkaði ekki sannfærandi í þessum leik. Virtist ekki vera með tímasetningar og staðsetningar á hreinu þegar fyrirgjafir komu fyrir markið og getur svo jafnað leikinn en brennir af vítaspyrnu.
Dómarinn - 6.0
Fínn leikur hjá Vilhjálmi en það voru nokkur vafaatriði sem voru óljós. Blikar vilja tvisvar fá víti þar sem varnarmenn Vals fengu bolta í hendi og Valskonur vildu vítaspyrnu þegar Ásta Eir fékk boltann í höndina skömmu eftir mark Vals. Þarf að sjá þetta endursýnt en við fyrstu sýn virtist þetta klárlega vera víti á Ástu. Svo fá Blikar vítaspyrnuna sem enginn virtist sjá, en Vilhjálmur var alveg ofan í atvikinu og virtist alveg með það á hreinu svo ég treysti því.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Cyera Hintzen ('90)
15. Hailey Lanier Berg ('57)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('57)

Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen ('57)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('57)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('90)
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Ásdís Karen Halldórsdóttir ('34)
Hailey Lanier Berg ('35)
Anna Rakel Pétursdóttir ('48)
Elín Metta Jensen ('79)

Rauð spjöld: