Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   lau 29. mars 2025 10:25
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Stórliðin vilja markvörð Espanyol
Powerade
Darwin Nunez er eftirsóttur
Darwin Nunez er eftirsóttur
Mynd: EPA
Liverpool vill fá Alexander Isak
Liverpool vill fá Alexander Isak
Mynd: EPA
Er Bart Verbruggen á leið til Bayern?
Er Bart Verbruggen á leið til Bayern?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool og Newcastle United gætu skipst á framherjum í sumarglugganum og stórliðin í ensku úrvalsdeildinni eru að skoða markvarðamarkaðinn. Þetta og margt fleira í slúðurpakka dagsins.

Nottingham Forest og Newcastle United hafa bæði áhuga á Darwin Nunez (25), framherja Liverpool, en það er útlit fyrir að hann sé á förum í sumar. (Teamtalk)

Áhugi Liverpool á Alexander Isak (25), framherja Newcastle United og sænska landsliðsins er raunverulegur og líkur á að þau mál gætu þróast á næstunni. (Givemesport)

Bayern München er að undirbúa tilboð í Bart Verbruggen (22), markvörð Brighton og hollenska landsliðsins. (Telegraph)

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, ætlar að fá Francisco Trincao (25), vængmann Sporting Lisbon í sumar, en það verður algert lykilatriði að fá hann inn sem hluta af endurbyggingu liðsins. (AS).

Manchester United, Arsenal, Paris Saint-Germain, Bayer Leverkusen, Atlético Madríd og Real Madrid hafa öll áhuga á Joan Garcia (23), markverði Espanyol. (AS)

Arsenal vill að Garcia verði David Raya til halds og trausts á næstu árum og er markvörðurinn sagður opinn fyrir skiptunum. (Athletic)

Arsenal, Man Utd, AC Milan og Bayern München eru öll áhugasöm um Benjamin Sesko (21), framherja Leipzig og slóvenska landsliðsins. Enska úrvalsdeildin er sögð í forgangi hjá honum. (Bild)

Önnur stjarna Leipzig gæti verið á leið til Manchester United en það er hinn hollenski Xavi Simons (21). (Teamtalk)

Aston Villa er talið líklegast til að hreppa Noni Madueke (23), vængmann Chelsea og enska landsliðsins. (Givemesport)

Chelsea og Man City eru meðal félaga sem eru að íhuga að leggja fram tilboð í Mile Svilar (25), markvörð Roma og serbneska landsliðsins. (Caught Offside)

Newcastle er búið að framleiða kynningarmyndband af nýjum 65 þúsund manna leikvangi á Leazes Park og er það sterkasta vísbendingin um það að félagið sé að yfirgefa St. James' Park. (Guardian)

Collette Roche, rekstrarstjóri Manchester United, er sögð líklegust til að taka við sem framkvæmdastjóri Newcastle United. (Telegraph)

Darren Mowbray, sem er yfir leikmannamálum hjá Southampton, er á förum frá félaginu. (Daily Echo)
Athugasemdir
banner
banner