Framvöllur
fimmtudagur 26. maí 2022  kl. 14:00
Mjólkurbikar karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Alexander Már Þorláksson (Fram)
Fram 3 - 2 Leiknir R.
1-0 Magnús Þórðarson ('12)
2-0 Alexander Már Þorláksson ('51)
2-1 Mikkel Jakobsen ('66)
Alex Freyr Elísson , Fram ('71)
2-2 Emil Berger ('72, víti)
3-2 Jannik Pohl ('103)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Gunnar Gunnarsson
9. Þórir Guðjónsson ('67)
10. Orri Gunnarsson
13. Jesus Yendis ('58)
17. Alex Freyr Elísson
20. Tryggvi Snær Geirsson ('49)
22. Óskar Jónsson ('67)
24. Magnús Þórðarson ('58)
32. Aron Snær Ingason ('96)
33. Alexander Már Þorláksson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe ('67)
7. Fred Saraiva ('58)
21. Indriði Áki Þorláksson ('49)
28. Tiago Fernandes ('58)
77. Guðmundur Magnússon ('96)
79. Jannik Pohl ('67)

Liðstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Þórhallur Víkingsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Aron Snær Ingason ('41)
Þórir Guðjónsson ('48)

Rauð spjöld:
Alex Freyr Elísson ('71)
@baddi11 Baldvin Már Borgarsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Fram heilt yfir sterkari aðilinn og átti sigurinn þannig séð skilið, en Leiknismenn gerðu vel í að koma til baka og sýndu góðan karakter. Það voru þó Framarar sem skoruðu fleiri mörk í dag og það telur.
Bestu leikmenn
1. Alexander Már Þorláksson (Fram)
Verð að hrósa Alla, skoraði gott mark, átti stóran þátt í sigurmarkinu, gríðarlega duglegur allan leikinn, klókur þegar mest á reyndi fyrir liðið og svo fær hann algjört extra kredit fyrir að hafa ekki bara spilað vel í sókninni í dag og verið hættulegur heldur leysti hann einnig hægri bakvörðinn af stakri prýði eftir að liðið lenti manni undir, alvöru liðs og karaktersframmistaða hjá Alexander í dag og mikilvægt að eiga mann sem leysir þau vandræði sem þjálfarinn biður hann að leysa.
2. Óskar Jónsson (Fram)
Mér fannst Óskar frábær á miðju Framara í dag, leggur upp gott mark fyrir Alexander og stýrði spilinu vel í gegnum völlinn. Hér má þó vel nefna Magnús Inga, Gunna Gunn, Þóri Guðjóns og fleiri sem voru hrikalega flottir í liði Fram í dag en Óskar fær nafnbótina.
Atvikið
Sigurmark Fram, Alexander geysist upp hægra megin úr bakverðinum, kemur boltanum á Tiago sem lyftir boltanum ansi huggulega inn á teiginn þar sem Jannik stangar boltann í netið, Leiknismenn verulega ósáttir með þetta mark og Siggi talaði um í viðtali eftir leik að það hafi verið kolólöglegt, ég ætla ekki að segja til um það en mikilvægt var markið og umdeilt í leiðinni miðað við upplifun Leiknismanna.
Hvað þýða úrslitin?
Fram verður í pottinum ásam Ægi, FH, KR og fleiri góðum liðum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudaginn. Game over hjá Leiknismönnum þetta árið í bikarnum.
Vondur dagur
Mikkel Dahl var eitthvað tæpur fyrir leik, fær 2-3 sénsa til þess að skora mörk í leiknum áður en hann þarf að yfirgefa völlinn á 29. mínútu. Planið var víst að spila honum fyrri hálfleikinn en hann nær því ekki og því algjör vonbrigði.
Dómarinn - 8
Mér persónulega fannst tríóið rosa solid í dag og sá ekki margt að, leyfi þeim að njóta vafans með sigurmarkið sem Leiknismenn voru reiðir yfir, aðrir stórir dómar eins og víti og rautt á Alex Frey var spot on.
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Ósvald Jarl Traustason ('46)
5. Daði Bærings Halldórsson
8. Árni Elvar Árnason ('62)
9. Mikkel Dahl ('29)
11. Brynjar Hlöðversson
14. Sindri Björnsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
19. Jón Hrafn Barkarson ('62)
28. Arnór Ingi Kristinsson ('62)
80. Mikkel Jakobsen ('91)

Varamenn:
1. Atli Jónasson (m)
2. Hjalti Sigurðsson ('91)
10. Kristófer Konráðsson ('62)
15. Birgir Baldvinsson ('46)
18. Emil Berger ('62)
21. Róbert Hauksson ('29)
23. Dagur Austmann ('62)

Liðstjórn:
Valur Gunnarsson
Sólon Breki Leifsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:
Daði Bærings Halldórsson ('62)

Rauð spjöld: