Víkingsvöllur
miðvikudagur 08. júní 2022  kl. 18:00
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Blanka logn og topp aðstæður
Dómari: Sander Van Der Eijk (Holland)
Maður leiksins: Kristian Hlynsson
Ísland U21 3 - 1 Hvíta Rússland U21
1-0 Kristian Nökkvi Hlynsson ('15)
2-0 Kristall Máni Ingason ('43)
2-1 Kirill Zinovich ('48)
3-1 Viktor Örlygur Andrason ('82)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Birkir Heimisson
4. Róbert Orri Þorkelsson
5. Ísak Óli Ólafsson
7. Andri Fannar Baldursson
8. Kolbeinn Þórðarson
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('68)
10. Kristian Nökkvi Hlynsson
11. Bjarki Steinn Bjarkason
16. Ísak Snær Þorvaldsson ('55)
20. Kristall Máni Ingason ('86)

Varamenn:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
3. Logi Hrafn Róbertsson
6. Dagur Dan Þórhallsson ('86)
15. Óli Valur Ómarsson
17. Logi Tómasson
18. Viktor Örlygur Andrason ('68)
21. Orri Steinn Óskarsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Sævar Atli Magnússon ('55)

Liðstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:
Kristall Máni Ingason ('50)
Róbert Orri Þorkelsson ('53)

Rauð spjöld:
@AddiLauf Arnar Laufdal Arnarsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Þetta var svona þessi klassíski íslenski sigur, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Mikil barátta og klókindi í þeirra leikstíl sem skóp þennan sigur
Bestu leikmenn
1. Kristian Hlynsson
Vá þessi drengur. 1 mark og 2 stoðsendingar í kvöld og var bara frábær inn á miðsvæðinu. Ótrúlega tæknilega hæfileikaríkur leikmaður og skilur leikinn svo vel. Gerði nánast allt rétt í þessum leik.
2. Andri Fannar Baldursson
Maður sér það alltaf meira og meira af hverju þessi drengur var að spila í Serie A og var að mála hjá FCK. Rosalega hæfileikaríkur þegar hann er heill heilsu og Andri var mjög góður í dag. Margir sem komu til greina hins vegar en Andri á þetta skilið.
Atvikið
Frábært þriðja mark Íslands sem klárar leikinn. Góð skyndisókn, frábær sending hjá Kristian sem finnur Viktor Örlyg sem gerir út um leikinn og strákarnir nánast trylltust úr gleði.
Hvað þýða úrslitin?
Þau þýða að íslenska liðið er í möguleika á að fara í umspil ef þeir vinna Kýpur á laugardaginn og Grikkir tapa stigum gegn efsta liði riðilsins, Portúgal. Laugardagur - Víkin - 19:15 - ALLIR Á VÖLLINN
Vondur dagur
Yaroslav Oreshkevich var í þvíliku brasi í hægri bakverðinum sérstaklega varnarlega og var nálægt því að láta reka sig út af.
Dómarinn - 7
Hollendingurinn fljúgandi fínn í dag, gat lítið gert annað en að gefa 6 gul spjölf enda mjög grófur leikur en heilt yfir flottur leikur og lét menn ekki veiða sig í eitthvað rugl.
Byrjunarlið:
16. Danila Sokal (m)
2. Andrey Rylach
4. Roman Vegerya
9. Vladislav Lozhkin
11. Yaroslav Oreshkevich ('70)
15. Ruslan Lisakovich ('46)
18. Maksim Myakish
19. Dmitri Prischepa
20. Uladzislau Marozau ('65)
22. Pavel Pashevich
23. Kirill Zinovich ('79)

Varamenn:
5. Daniil Miroshnikov
6. Gleb Zherdev ('79)
7. Oleg Nikiforenko ('70)
8. Viktor Sotnikov
13. Nikita Demchenko ('46)
14. Ilya Vasilevich ('65)
21. Nikita Khalimonchik

Liðstjórn:
Sergei Yasinski (Þ)

Gul spjöld:
Kirill Zinovich ('57)
Dmitri Prischepa ('58)
Yaroslav Oreshkevich ('61)
Maksim Myakish ('92)

Rauð spjöld: