Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
Keflavík
2
3
Breiðablik
0-1 Omar Sowe '10
Adam Árni Róbertsson '27 1-1
Patrik Johannesen '48 2-1
Halldór Árnason '72
2-2 Höskuldur Gunnlaugsson '81
2-3 Höskuldur Gunnlaugsson '91 , víti
17.07.2022  -  19:15
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Hægur vindur, skýjað og hiti um 13 gráður. Völlurinn lítur ágætlega út
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Ernir Bjarnason
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
9. Adam Árni Róbertsson ('68)
10. Kian Williams ('90)
16. Sindri Þór Guðmundsson
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson ('77)
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
6. Sindri Snær Magnússon
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson ('68)
11. Helgi Þór Jónsson ('90)
22. Ásgeir Páll Magnússon
28. Ingimundur Aron Guðnason ('77)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Luka Jagacic

Gul spjöld:
Ernir Bjarnason ('21)
Patrik Johannesen ('38)
Adam Ægir Pálsson ('87)
Rúnar Þór Sigurgeirsson ('92)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Að vinna er vani
Hvað réði úrslitum?
Gæði Blika og sá vani að vinna leiki. Þeir höfðu kraftinn og sigurviljann sem þurfti. Ekki það að heimamenn hafi ekki haft hann líka en það er einhver ára yfir Blikum og maður trúir því að þeir muni vinna þá leiki sem þeir eru í jafnvel þó að á móti blási. Lentu í mótvindi í dag en sýndu karakter og kraft og komu til baka og tryggðu sér þrjú stig þó vissulega hafi þau staðið tæpt.
Bestu leikmenn
1. Höskuldur Gunnlaugsson
Fyrirliðinn poppaði upp á réttum stað á réttum tíma í leiknum í dag. Jafnaði fyrst leikinn með glæsilegu marki og tryggði liði sínu svo sigurinn með því að skora sigurmarkið úr víti í uppbótartíma. Hlutverk fyrirliða að leiða með góðu fordæmi og það má svo sannarlega segja að Höskuldur hafi gert það í kvöld.
2. Adam Árni Róbertsson
Mark og stoðsending kalla ég gott dagsverk. Var lúsiðin í pressu Keflavíkur og vann mikið fyrir liðið. Skilaði sínu verki vel en verra er að það dugði ekki til sigurs.
Atvikið
Erfitt að líta framhjá vítadómi í blálokinn. Deildar meiningar um réttmæti hans en frá þeim myndum sem ég hef séð er vel hægt að réttlæta víti en mögulega má líka réttlæta að sleppa því.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar auka forskot sitt á Víkinga aftur í 6 stig og sitja á toppi deildarinnar. Keflavík heldur 6.sætinu til morguns hið minnsta en gæti misst KR fram úr sér vinni Vesturbæjarliðið sigur gegn Fram.
Vondur dagur
Sýndist það vera Ernir Bjarnason sem braut á Ísaki þegar vítið var dæmt. Menn geta deilt um réttmæti þess dóms en hvort heldur sem er hlýtur tilfinningin að vera ömurleg að fá dæmt á sig víti á þessum tímapunkti í jöfnum leik. Fylgir honum pottþétt á koddann og langt inn í nóttina.
Dómarinn - 7
Mér fannst Jóhann hafa ágæt tök á leiknum í dag. Hiti fór að færast í leikinn þegar leið á en hann hélt ró sinni og línu og tókst nokkuð vel til. Vítið er mögulegt spurningamerki en ef bókin segir víti þá er lítið hægt að kvarta.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson
2. Mikkel Qvist
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('55)
11. Gísli Eyjólfsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
25. Davíð Ingvarsson
67. Omar Sowe ('62)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
8. Viktor Karl Einarsson ('62)
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson ('55)
15. Adam Örn Arnarson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Sigmar Ingi Sigurðarson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('26)
Mikkel Qvist ('83)

Rauð spjöld:
Halldór Árnason ('72)