Norðurálsvöllurinn
sunnudagur 04. september 2022  kl. 17:00
Besta-deild karla - 20. umferð
Aðstæður: Logn. 12 stiga hiti. Geggjaðar aðstæður
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Eyþór Aron Wöhler
ÍA 4 - 4 KR
0-1 Aron Kristófer Lárusson ('14)
0-2 Sigurður Bjartur Hallsson ('26)
0-3 Atli Sigurjónsson ('28)
1-3 Eyþór Aron Wöhler ('36)
2-3 Gísli Laxdal Unnarsson ('45)
3-3 Benedikt V. Warén ('46)
3-4 Atli Sigurjónsson ('53)
4-4 Eyþór Aron Wöhler ('63)
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
2. Tobias Stagaard
6. Jón Gísli Eyland Gíslason ('38)
7. Christian Köhler ('38)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('86)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler
21. Haukur Andri Haraldsson ('38)
27. Árni Salvar Heimisson ('38)

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Oliver Stefánsson ('38)
5. Wout Droste ('38)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('86)
22. Benedikt V. Warén ('38)
24. Hlynur Sævar Jónsson ('38)
39. Kristian Lindberg

Liðstjórn:
Aron Ýmir Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Kaj Leo Í Bartalstovu ('59)
Hlynur Sævar Jónsson ('75)
Benedikt V. Warén ('82)
Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('90)

Rauð spjöld:
@mattimatt Matthías Freyr Matthíasson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Það væri auðvelt að halda því fram að fjórfalda skiptingin sem Jón Þór þjálfari ÍA gerði á 38 mínútu væri vendipunktur í leiknum og réði úrslitum en Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði við undirritaðan að eftir að KR komst í 0 - 3 hefðu sínir menn slakað á og gert ÍA kleift á að komast inn í leikinn. En hvað það var sem réði úrslitum skiptir engu máli. Þetta var frábær leikur, sá besti sem ég hef séð í sumar og minnti á gamla tíma hjá þessum fornu fjendum sem háð hafa margar rimmur í gegnum tíðina. Fyrri leikur sumarsins fór 3 - 3 og þessi 4 - 4. Stórveldaslagur, sem þessi bæði lið geta kallast (þótt titlana hafi vantað undanfarin ár) af bestu gerð
Bestu leikmenn
1. Eyþór Aron Wöhler
Var frábær í liði ÍA með tvö mörk í dag og stoðsendingu. Lét líka finna fyrir sér þegar á þurfti.
2. Atli Sigurjónsson
Stýrði liði KR af öryggi, ógnandi og kraftmikill og hraður. Skoraði tvö mörk og með sífellda ógn í sendingum.
Atvikið
Annað eins hefur ekki sést í Íslenskum karlafótbolta í efstu deild. KR er komið í 0 - 3 á 28. mínútu. Í minnkar muninn á 36. mínútu en rétt áður en það gerðist var augljóst að Jón Þór var kominn með nóg og kallaði að hann vildi gera skiptingu. Blaðamenn héldu að það yrði kannski ein breyting.....en nei. Fjórföld skipting hvorki meira né minna og það í fyrri hálfleik. Atvik sem væntanlega mun ekki gerast mikið oftar held ég.
Hvað þýða úrslitin?
ÍA sitja í 11. sæti með 15 stig. Stigi minna en FH en þau lið mætast einmitt í næstu umferð í hörku fallbaráttuslag. Hver hefði trúað því fyrir mót eða nokkrum árum að þessi setning yrði nokkurn tímann rituð. KR fagna væntanlega að Fram og KA hafi gert jafntefli í dag. Það þýðir að KR situr í 6. sæti með 27 stig og tveir leikir eftir fram að úrslitakeppninni. Þar vilja KR sitja þegar að henni kemur.
Vondur dagur
Kaj Leo í Bartalstovu sást varla í leiknum og það eina sem ég man eftir er þegar hann fékk frábæra sendingu inn í teig KR, tók herfilega á móti boltanum og missti hann.
Dómarinn - 8,5
Hef ekkert út á Einar Inga að setja í dag.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
2. Stefán Árni Geirsson
7. Finnur Tómas Pálmason
11. Kennie Chopart
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason ('87)
18. Aron Kristófer Lárusson
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson ('72)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('72)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Hallur Hansson ('87)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('72)
10. Pálmi Rafn Pálmason ('72)
15. Pontus Lindgren
17. Stefan Alexander Ljubicic

Liðstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson
Valgeir Viðarsson
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Aron Kristófer Lárusson ('65)

Rauð spjöld: