Domusnovavöllurinn
sunnudagur 11. september 2022  kl. 14:00
Besta-deild karla - 21. umferð
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 377
Maður leiksins: Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir)
Leiknir R. 1 - 0 Valur
Zean Dalügge, Leiknir R. ('19)
1-0 Birgir Baldvinsson ('81)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson ('83)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson
7. Adam Örn Arnarson ('34)
15. Birgir Baldvinsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
28. Zean Dalügge
33. Davíð Júlían Jónsson ('83)
80. Mikkel Jakobsen ('70)

Varamenn:
1. Atli Jónasson (m)
10. Kristófer Konráðsson ('34)
14. Sindri Björnsson ('83)
21. Róbert Hauksson ('70)
24. Loftur Páll Eiríksson ('83)
26. Róbert Quental Árnason
27. Shkelzen Veseli

Liðstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('52)

Rauð spjöld:
Zean Dalügge ('19)
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Valsmenn reyndu hvað eftir annað að hnoðast í gegnum vel skipulagðan varnarleik Leiknismanna sem voru ótrúlega duglegir og börðust með kjafti og klóm lengi vel manni færri. Valur er mikið betra fótboltalið en Leiknir en ef þú leggur ekki líf og sál í verkefnið þá á það til að gerast að þú uppskerð eins og þú sáir. Það virkaði ekkert að reyna að hnoðast í gegnum vörnina eða skjóta aumum skotum sem var auðvelt að grípa. Leiknismenn gripu svo gæsina og hrifsuðu leikinn til sín með góðu marki seint í leiknum og jú líka með því að leggja líf og sál í verkefnið!
Bestu leikmenn
1. Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir)
Viktor Freyr stóð vaktina í marki Leiknis vel í dag. Hann þurfti sjaldan að hafa mikið fyrir því að verja aum skot Valsmanna en gerði ótrúlega vel þegar hann varði skalla Patrick Pedersen af stuttu færi seint í leiknum.
2. Davíð Júlían Jónsson (Leiknir)
Davíð var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði og var ótrúlega flottur í liði Leiknis. Spilaði án þess að stressast upp og eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. Átti stoðsendinguna í sigurmarkinu.
Atvikið
Það voru 9 mínútur eftir af venjulegum leiktíma þegar Leiknir brá sér í sjaldséða sókn, eftir undirbúning frá Kristófer Konráðssyni barst boltinn á Davíð Júlían í teignum sem lagði hann til hliðar á Birgi Baldvinsson sem skoraði sigurmarkið í leiknum. Þetta atvik réði úrslitum í dag.
Hvað þýða úrslitin?
Ég hélt að Leiknir væri búið að stimpla sig út úr Bestu-deildinni eftir 9-0 tapið gegn Víkingi í síðustu umferð og menn vildu bara klára mótið með árarnar í bátnum. Það er svo aldeilis ekki því eftir svona leik fara þeir upp úr botnsætinu og í það næst neðsta. Framundan er svo risaleikur við botnlið ÍA í næstu umferð og svo fimm umferðir af leikjum við lið úr neðri hlutanum. Svokallaðir úrslitaleikir. Valur horfði upp á KA vinna sinn leik í dag og eru orðnir 8 stigum frá þriðja sætinu sem gæti gefið Evrópusæti þetta árið. Von um að ná því sæti fjarlægðist mikið í dag.
Vondur dagur
Zean Dalügge gerði heiðarlega til raun til að eyðileggja daginn fyrir liðsfélögum sínum í Leikni í dag þegar hann ákvað að fara á glórulausan hátt með takkana í lærið á Sigurði Agli út við hliðarlínu í kjölfar innkasts. Augljóst rautt spjald og fyllilega verðskuldað. Þegar maður horfir á svona brot hugsar maður hvort hann hafi virkilega ekki nennt að vera á vellinum. Ef svo er þá hefði líklega verið betur heima setið en að gefa kost á sér.
Dómarinn - 8
Helgi Mikael þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í dag en hafði allt á hreinu. Hann hafði á réttu að standa í stóru ákvörðuninni, rauða spjaldinu á Zean Dalügge.
Byrjunarlið:
16. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
4. Heiðar Ægisson ('59)
5. Birkir Heimisson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
18. Lasse Petry
19. Orri Hrafn Kjartansson ('72)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
8. Arnór Smárason ('59)
13. Rasmus Christiansen ('72)
21. Sverrir Þór Kristinsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
33. Hilmar Starri Hilmarsson
77. Ólafur Flóki Stephensen

Liðstjórn:
Kjartan Sturluson
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Ágúst Eðvald Hlynsson ('38)
Heiðar Ægisson ('55)

Rauð spjöld: