Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Keflavík
0
6
Breiðablik
0-1 Andrea Rut Bjarnadóttir '1
Kristrún Ýr Holm '23 , sjálfsmark 0-2
0-3 Agla María Albertsdóttir '26 , víti
Júlía Ruth Thasaphong '27
0-4 Katrín Ásbjörnsdóttir '39
0-5 Taylor Marie Ziemer '49
0-6 Hafrún Rakel Halldórsdóttir '64
09.05.2023  -  19:15
Nettóhöllin-gervigras
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Frábærar, hægur vindur léttur úði af og til og 10 gráðu hiti
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 115
Maður leiksins: Taylor Marie Ziemer
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
2. Madison Elise Wolfbauer
9. Linli Tu ('76)
10. Dröfn Einarsdóttir ('76)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
13. Kristrún Blöndal ('46)
13. Sandra Voitane ('63)
17. Júlía Ruth Thasaphong
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('46)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
14. Alma Rós Magnúsdóttir ('76)
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('76)
23. Watan Amal Fidudóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Luka Jagacic
Sigurður Hilmar Guðjónsson

Gul spjöld:
Júlía Ruth Thasaphong ('25)
Sandra Voitane ('30)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir ('30)

Rauð spjöld:
Júlía Ruth Thasaphong ('27)
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Ofursannfærandi Blikar í Keflavík
Hvað réði úrslitum?
Blikakonur voru einfaldlega númeri of stórar í dag fyrir Keflavík. Voru alltaf skrefi eða tveimur á undan og réðu lögum og lofum hvert sem litið var á vellinum. Á sama tíma var Keflavíkurliðið nokkuð slegið og ráðalaust og úrslitin eftir því.
Bestu leikmenn
1. Taylor Marie Ziemer
Get þakkað fyrir að Fótbolti.net sér ekki um draumaliðsdeild þetta árið þó hana því miður sárlega skorti því valið á bestu leikmönnum leiksins er ekki auðvelt. Blikaliðið sýndi heilt yfir rosalega jafna og góða frammistöðu en gef ég Taylor þetta fyrir glæsimarkið sem hún skoraði.
2. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Get sett alla útileikmenn Blika hér og lítið hægt að kvarta yfir því. Hafrún átti skínandi leik í dag. Mikil ógn af henni og skoraði ekki síðra mark en Taylor. Flott mörk telja tvöfalt í einkunn í svona vali eftir svona leik.
Atvikið
Erfitt að taka annað en rauða spjaldið sem ég var nokkuð viss um fram að hálfleik að væri réttur dómur. Mér fróðari menn og konur segja svo ekki vera og að Júlía megi alveg vera súr yfir að hafa fengið að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir 27 mínútna leik.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik skellir sér í sex stig og fer tímabundið á topp deildarinnar. Þar fá þær að vera til morguns en annað hvort Valur eða Þróttur eða jafnvel bæði lið fara uppfyrir þær á morgun eftir því hvernig innbyrðis leikur þeirra fer. Keflavík situr í fimmta sæti með fjögur stig.
Vondur dagur
Keflavíkurliðið mátti sín lítils gegn Blikum í kvöld og getur mun betur. En Júlía Ruth Thasaphong sem í kvöld lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Keflavík átti líklega versta daginn. Fær dæmt á sig víti og gult og fær svo annað gult og þar með rautt stuttu seinna þó deila megi um réttmæti þess. Hún verður því í leikbanni næst en hefur það vonandi í huga að það er einkenni góðra leikmanna að rísa upp er á móti blæs og bæta ennfrekar í.
Dómarinn - 4
Leikurinn var kaflaskiptur hjá Bríeti að mínu mati. Ég er nokkuð sannfæræður eftir samtöl við gott fólk eftir leik að seinna gula spjald Júlíu og þar með það rauða hafi verið rangur dómur sem er dýrt fyrir lið eins og Keflavík. Einnig fannst mér hún missa tökin á leiknum á þeim kafla og gera helst til of mikið til þess að freista þess að ná tökum aftur á leiknum auk þess sem Blikar áttu líklega að fá annað víti í fyrri hálfleik. Leikurinn róaðist sem betur fer í síðari hálfleik og fór minna fyrir henni þá og tök hennar á leiknum urðu betri.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('67)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer ('67)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('46)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('78)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('67)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
10. Clara Sigurðardóttir ('78)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('67)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('67)
17. Karitas Tómasdóttir ('46)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
28. Birta Georgsdóttir ('67)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Toni Deion Pressley ('15)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('33)

Rauð spjöld: