Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Fjölnir
3
3
Þróttur R.
Máni Austmann Hilmarsson '1 1-0
1-1 Kostiantyn Iaroshenko '21
Júlíus Mar Júlíusson '67 2-1
Hákon Ingi Jónsson '70 3-1
3-2 Hinrik Harðarson '89
3-3 Ágúst Karel Magnússon '94
11.05.2023  -  19:15
Egilshöll
Lengjudeild karla
Aðstæður: Mjög eðlilegar
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 412
Maður leiksins: Sigurvin Reynisson
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
6. Sigurvin Reynisson ('82)
8. Óliver Dagur Thorlacius
10. Axel Freyr Harðarson ('77)
11. Dofri Snorrason
23. Hákon Ingi Jónsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('65)
77. Máni Austmann Hilmarsson ('65)

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
2. Samúel Már Kristinsson ('82)
7. Dagur Ingi Axelsson
9. Bjarni Gunnarsson ('65)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('65)
20. Bjarni Þór Hafstein
37. Árni Steinn Sigursteinsson ('77)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Guðmundur Þór Júlíusson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Einar Már Óskarsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:
Bjarni Gunnarsson ('87)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Dramatík í Egilshöllinni - Þróttarar með ótrúlega endurkomu
Hvað réði úrslitum?
Það var mjög mikið. Í stöðunni 3-1 benti ekkert til þess að Þróttarar væru að fara að skora og hvað þá tvö en allt getur gerst í fótbolta. Ég ætla að segja samt sem áður að skiptingarnar hans Ian Jeffs hafi ráðið úrslitum. Hann setur t.a.m. Ágús Karel og Stefán inn á sem búa til jöfnunarmarkið í blálokin. Hann breytti líka um leikkerfi þegar það voru 10 mínútur eftir. Þá fór hann í þriggja hafsenta kerfi sem Fjölnismenn réðu illa við.
Bestu leikmenn
1. Sigurvin Reynisson
Finnst þetta mjög erfitt val. Hann spilaði vissulega ekki allan leikinn en var allt í öllu á miðsvæðinu hjá Fjölni og átti stórkostlega frammistöðu. Mér fannst takturinn hjá Fjölnisliðinu fara þegar hann þurfti að fara útaf en þá var einmitt staðan 3-1 fyrir Fjölni.
2. Júlíus Mar Júlíusson
Hef sjaldan séð jafn skemtilegan hafsent og Júlíus. Hann skoraði auðvitað annað mark Fjölnis og var geggjaður á boltanum og án hans. Hann er auðvitað hafsent í liði sem fær á sig 3 mörk en það er erfitt að setja þessi mörk á hann. Hann getur verið stoltur af frammistöðu sinni í kvöld.
Atvikið
Annað mark Þróttara. Eftir að Hinrik setur boltann í autt markið frá miðju fengu Þróttarar auka gír og nýttu sér hann heldur betur. Það benti ekkert til þess að Þróttarar væru að fara að skora í stöðunni 3-1 en fá þetta annað mark gefins og þá opnuðust flóðgáttirnar heldur betur.
Hvað þýða úrslitin?
Fjölnir fara á toppinn í kvöld en verða þar ekki lengi þar sem umferðin er ekki búinn. Einnig eru Þróttarar komnir á blað en þeir fara upp í níunda sætið eftir leikinn í kvöld.
Vondur dagur
Sigurjón Daði. Fyrsta markið kemur beint úr horni og auðvitað er það erfitt að verja svona spyrnu en maður gerir þær kröfur á markmanninn sinn að taka svona bolta. Hann átti líka annað markið þar sem hann fór í skógarhlaup til þess að hreinsa boltann í burtu en hreinsuninn var bara alls ekki góð. Síðan sá ég ekki alveg nógu vel hvernig skallinn hans Ágústar í lokin fór á markið en við fyrstu sín hefði hann átt að gera betur þar líka. Sigurjón er geggjaður markmaður en hann var bara óheppinn í kvöld og átti vondan dag.
Dómarinn - 5
Ég er sammála Úlla í viðtali eftir leikinn þar sem hann fer yfir það hversu óskýr línan er hjá Vilhjálmi þegar það kemur að gulum spjöldum. Síðan hefði hann átt að vera búinn að flauta leikinn af áður en Þróttarar jafna en var bara fínn annars. Fær létta fimmu.
Byrjunarlið:
Sveinn Óli Guðnason
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
5. Jorgen Pettersen ('62)
6. Sam Hewson (f)
7. Aron Snær Ingason
8. Baldur Hannes Stefánsson ('78)
9. Hinrik Harðarson
10. Ernest Slupski ('61)
26. Emil Skúli Einarsson ('62)
33. Kostiantyn Pikul
99. Kostiantyn Iaroshenko

Varamenn:
25. Óskar Sigþórsson (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson ('62)
4. Njörður Þórhallsson ('62)
11. Ágúst Karel Magnússon ('78)
17. Izaro Abella Sanchez ('61)
19. Theodór Unnar Ragnarsson
28. Ólafur Fjalar Freysson

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski
Ben Chapman
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Baldur Hannes Stefánsson ('77)
Kostiantyn Pikul ('81)

Rauð spjöld: