
Martin Zubimendi, Bruno Fernandes og Erik ten Hag koma allir við sögu í Powerade-slúðurpakka dagsins en helstu mola má sjá hér fyrir neðan.
Fjölmiðlar á Spáni segja að Xabi Alonso vilji fá Martin Zubimendi, miðjumann Real Sociedad, til Real Madrid í sumar, en Alonso mun líklega taka við af Carlo Ancelotti eftir þetta tímabil. (AS)
Sádi-arabíska félagið Al Hilal mun funda í þriðja sinn við umboðsmenn Bruno Fernandes (30), leikmanns Manchester United, og reyna að sannfæra leikmanninn um að ganga í raðir félagsins. Ruben Amorim, stjóri United, vill halda miðjumanninum áfram hjá félaginu. (Mirror)
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United og Cesc Fabregas, þjálfari Como, eru í baráttunni um að taka við Bayer Leverkusen í sumar. (Kicker)
Andrea Berta, yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal, er að vinna hörðum höndum að því að sækja nýjan framherja fyrir næsta tímabil. Viktor Gyökeres (26) hjá Sporting og Benjamin Sesko (21) hjá RB Leipzig eru efstir á blaði. (TBR Football)
Leandro Trossard (30), leikmaður Arsenal, er í viðræðum við félagið um nýjan samning, en hann hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu. (Mail)
Framtíð portúgalska sóknarmannsins Cristiano Ronaldo (40) liggur í lausu lofti og eru samningamál hans hjá Al Nassr í biðstöðu, en talað var um að hann ætti að skrifa undir nýjan tveggja ára samning. (Marca)
Manchester United hefur mikinn áhuga á Antoine Semenyo (25), leikmanni Bournemouth og Bryan Mbeumo (25), framherja Brentford. United vill þá kaupa Matheus Cunha (25) frá Wolves og Liam Delap (22) frá Ipswich. (Sky Sports)
Leroy Sane (29), vængmaður Bayern München í Þýskalandi, er ekki sáttur við nýtt samningstilboð félagsins og gæti farið á frjálsri sölu í sumar. Hann hefur verið orðaður við Arsenal, Chelsea og félög í La Liga á Spáni. (Sky Sports)
Jonathan Tah (29), varnarmaður Bayer Leverkusen, hefur verið orðaður við Bayern München og Barcelona. Samningur hans við Leverkusen rennur út eftir tímabilið og er ljóst að hann mun ekki framlengja. Tah mun tilkynna um ákvörðun sína á næstu vikum. (Sport Bild)
Franska félagið Marseille er að íhuga að leggja fram tilboð í Jakub Kiwior (25), varnarmann Arsenal og pólska landsliðsins. (Foot Mercato)
Athugasemdir