Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
KR
1
0
Stjarnan
Ægir Jarl Jónasson '79 1-0
28.05.2023  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Smá dropar og rok, ágætlega hlýtt samt, völlurinn erfiður
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Jóhannes Kristinn Bjarnason
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
Theodór Elmar Bjarnason ('61)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby ('46)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('61)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
- Meðalaldur 7 ár

Varamenn:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Benoný Breki Andrésson ('61)
17. Luke Rae
26. Hrafn Tómasson
29. Aron Þórður Albertsson ('46)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('61)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Olav Öby ('2)
Aron Þórður Albertsson ('64)

Rauð spjöld:
@AddiLauf Arnar Laufdal Arnarsson
Skýrslan: KR-ingar höfðu betur í mýrarboltanum
Hvað réði úrslitum?
Bæði lið fengu nóg af hornspyrnum og aukaspyrnum út á velli og gekk Stjörnunni illa að nýta það en maður vissi að ef það kæmi sigurmark þá yrði það úr föstu leikatriði og það kom loksins þegar um 10 mínútur voru eftir þegar að Ægir Jarl stökk manna hæst í teignum og stangaði boltann í netið. Heilt yfir sanngjarn sigur KR að mínu mati.
Bestu leikmenn
1. Jóhannes Kristinn Bjarnason
Var mjög flottur í dag, spilaði hægri vængbakvörð og leysti það frábærlega. Lagði upp besta færi KR-inga á Finn Tómas sem klikkaði reyndar svo leggur hann upp sigurmark KR með frábærri hornspyrnu.
2. Kennie Choppart
Kennie spilaði mjög vel í dag og var í engu veseni en Kennie er byrjaður að spila hafsent í þriggja manna vörn. Yfirvegaður og átti flottan leik.
Atvikið
Það var umræða á góða miðlinum Twitter um að Aron Þórður Albertsson átti að fá rautt spjald eftir groddaralega tæklingu á miðjum velli á 65 mínútu. Rautt spjald þarna og það hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikurinn hefði spilast.
Hvað þýða úrslitin?
KR og Stjarnan eru ekki lengur jöfn af stigum, KR-ingar lyfta sér í 8.sæti deildarinnar með 10 stig en Stjörnumenn eru í 10.sæti með 7 stig.
Vondur dagur
Norsarinn Olaf Öby var kippt út af í hálfleik í þessum leik með gult spjald. Í svona baráttuleik þurftu menn eins og Olaf að stíga upp, ég vildi sjá miklu meira frá honum í dag. Kannski erfitt að dæma leikmenn út af því hversu slæmur völlurinn var, kannski erfitt að eiga frábæran leik á svona slöku grasi en Olaf Öby fær VD í dag.
Dómarinn - 7
Fyrir utan tæklinguna sem Aron Þórður átti í seinni hálfleik var þetta frábærlega dæmt hjá Jóhanni Inga en ég set 7 á hann því ég á eftir að sjá þetta atvik betur
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Hilmar Árni Halldórsson ('84)
Björn Berg Bryde ('46)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Eggert Aron Guðmundsson
9. Daníel Laxdal
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason ('84)
23. Joey Gibbs ('75)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('60)
32. Örvar Logi Örvarsson
- Meðalaldur 15 ár

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson ('46)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('84)
11. Adolf Daði Birgisson ('60)
30. Kjartan Már Kjartansson ('75)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('84)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Sigurbergur Áki Jörundsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Daníel Laxdal ('22)
Kjartan Már Kjartansson ('78)

Rauð spjöld: