Leikmenn orðaðir við Manchester United, Bruno með riftunarákvæði og Maresca á blaði hjá City. Hér er slúðurpakki dagsins. Eigið góða helgi!
Manchester United mun leggja allt kapp á að fá ganverska framherjann Antoine Semenyo (25) í janúar. United vonast til þess að óvissan um framtíð Pep Guardiola hjá Manchester City gæti aukið líkurnar á því að fá leikmanninn. (Telegraph)
Portúgalski landsliðsmaðurinn Ruben Neves (28) hefur hafnað tilboði frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu um nýjan samning og vill snúa aftur í evrópska fótboltann. Manchester United gæti fengið þennan fyrrum miðjumann Wolves. (Times)
Manchester United mun aðeins íhuga að selja Kobbie Mainoo (20) í janúarglugganum ef félagið fær framúrskarandi tilboð. Félagið er ekki hrifið af því að lána enska miðjumanninn. (Sky Sports)
Enzo Maresca (45), stjóri Chelsea, er ofalega á blaði hjá Manchester City ef Pep Guardiola (54) yfirgefur félagið næsta sumar. (Athletic)
Saint-Etienne hefur hafnað 7 milljóna punda tilboði frá Chelsea í Djylian N'Guessan (17) en myndi skoða það að selja hann fyrir 11 milljónir punda. (L'Equipe)
Newcastle hefur áhuga á hinum hæfileikaríka miðjumanni Kees Smit (19) hjá AZ Alkmaar. Franski varnarmaðurinn Dayann Methalie (19) hjá Toulouse er einnig ofarlega á óskalistanum. (Mail)
Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes (31) hjá Manchester United er með ákvæði í samningi sínum um að félög utan ensku úrvalsdeildarinanr geti keypt hann fyrir 57 milljónir punda. (Mail)
Atletico Madrid hefur áhuga á enska framherjanum Marcus Rashford (28) sem er hjá Barcelona á láni frá Manchester United. (Fichajes)
Það er mjög ólíklegt að Bayern München muni nýta sér möguleika á því að kaupa Nicolas Jackson (24) alfarið frá Chelsea í sumar. Senegalinn er á láni hjá Bayern og notaður sem varamaður fyrir Harry Kane (32). (Bild)
Bukayo Saka (24) verður fyrsti leikmaður Arsenal í sögu félagsins til að fá 300 þúsund pund i vikulaun en félagið er nálægt því að kynna nýjan samning vængmannsins sem rennur út 2031. (Teamtalk)
Luis Guilherme (19), vængmaður West Ham, vill vera áfram og berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu. Hann hefur verið orðaður við félagaskipti í janúar. (Sky Sports)
Utandeildarliðið Morecambe vill framlengja lánssamningi Maldini Kacurri (20), varnarmanns frá Arsenal. Félög ofar í stiganum hafa líka áhuga á honum. (Sun)
Athugasemdir


