Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
Valur
1
0
Þór/KA
Ásdís Karen Halldórsdóttir '45 , misnotað víti 0-0
Þórdís Elva Ágústsdóttir '54 1-0
06.06.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Grátt og kalt
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Þórdís Elva Ágústsdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('79)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
15. Haley Lanier Berg ('70)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir

Varamenn:
12. Kelly Rowswell (m)
2. Hildur Björk Búadóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('79)
14. Rebekka Sverrisdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('70)
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@fotboltinet Elíza Gígja Ómarsdóttir
Skýrslan: Valsarar halda toppsætinu
Hvað réði úrslitum?
Þórdís Elva var það sem skildi liðin að í dag. Þetta var þannig leikur að það þurfti eitt moment af algjörum gæðum og það var hún sem bauð upp á það með geggjuðu marki sem skilaði sigrinum.
Bestu leikmenn
1. Þórdís Elva Ágústsdóttir
Mér finnst Þórdís alltaf skila sínu þegar hún reimar á sig takkaskóna. Hún var flott í dag og skoraði auðvitað þetta rosalega sigurmark.
2. Melissa Anne Lowder
Þrátt fyrir að henni hafi ekki tekist að halda markinu hreinu þá ætla ég að setja þetta á Melissa. Það spilar bæði inn í að enginn átti einhverja stjörnuframmistöðu í leiknum en Melissa hélt sínu liði inn í þessum leið. Hún var vel vakandi fyrir krossum sem komu inn í teig og varði nokkrum sinnum vel. Hún hefði ekki getað gert neitt í markinu þó að Þórdís hefði sagt henni fyrir leik hvert hún ætlaði að setja hann.
Atvikið
Í nokkuð tíðindalitlum leik var það sigurmarkið frá Þórdísi. Eins og áður segir voru Valsarar í basli að koma boltanum í markið og hún tók það bara í sínar hendur og kláraði þetta.
Hvað þýða úrslitin?
Valsarar vinna þriðja leikinn í röð, halda sér á toppnum og fara upp í 16 stig. Þór/KA fara niður í 6. sæti þar sem að FH vann sinn leik í kvöld og fara því upp fyrir þær og taka 5. sæti.
Vondur dagur
Færanýting Vals í dag var ekki góð svo vægt sé til orða tekið. Bryndís Arna átti að skora í þessum leik fannst mér en henni tókst ekki að finna netið. Hún getur, þrátt fyrir það, alveg sofið vært í nótt þar sem það kom ekki að sök í þetta skiptið. Ásdís Karen hefði líka auðveldlega getað orðið skúrkurinn eftir að hafa klúðrað víti en, eins og Bryndís, þarf hún ekki að velta sér mikið upp úr því.
Dómarinn - 9
Ég hef lítið til þess að kvarta yfir þegar kemur að Gunnari og hans teymi í kvöld. Hann hefði alveg getað lyft fleiri gulum spjöldum en ekkert alvarlegra en það. Eina stóra ákvörðunin var vítið og mér fannst það hárrétt hjá honum.
Byrjunarlið:
12. Melissa Anne Lowder (m)
0. Tahnai Lauren Annis
3. Dominique Jaylin Randle ('79)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('79)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('66)
10. Sandra María Jessen (f)
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('90)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('66)

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
7. Amalía Árnadóttir ('66)
11. Una Móeiður Hlynsdóttir ('66)
14. Karlotta Björk Andradóttir ('90)
21. Krista Dís Kristinsdóttir ('79)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Emelía Ósk Kruger
Bragi Halldórsson

Gul spjöld:
Melissa Anne Lowder ('90)

Rauð spjöld: