Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Grótta
1
3
ÍA
0-1 Viktor Jónsson '8
0-2 Johannes Vall '45
Arnar Þór Helgason '65 , sjálfsmark 0-3
Tómas Johannessen '83 , víti 1-3
08.08.2023  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og logn. Þarf ekki meira.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Johannes Vall
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
2. Arnar Þór Helgason ('71)
3. Arnar Númi Gíslason
5. Patrik Orri Pétursson
8. Tómas Johannessen
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('64)
11. Sigurður Steinar Björnsson ('64)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Tareq Shihab
28. Aron Bjarki Jósepsson
29. Grímur Ingi Jakobsson ('71)

Varamenn:
32. Theódór Henriksen (m)
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
11. Axel Sigurðarson ('89)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson ('64)
19. Kristófer Melsted ('71)
21. Hilmar Andrew McShane ('64)
25. Valtýr Már Michaelsson ('71) ('89)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Arnar Þór Axelsson
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Gareth Thomas Owen
Viktor Steinn Bonometti

Gul spjöld:
Arnar Þór Helgason ('17)
Chris Brazell ('58)
Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('94)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Skagamenn með sterka frammistöðu
Hvað réði úrslitum?
Hreinlega bara gæði Skagamanna fram á við. Grótta var örugglega 80% með boltann en gerðu lítið sem ekker með hann. ÍA gerði vel í að loka svæðinu milli miðju og varnar og þegar þeir unnu boltann var brunað í skyndisóknir sem virkuðu vel í dag. Jón Þór skólaði Chris Brazell.
Bestu leikmenn
1. Johannes Vall
Ég er með þá reglu að þú verður að spila yfir 85 mínútur til þess að vera maður leiksins. Johannes var stórkostlegur í dag fannst mér ásamt Hlyni í hjartanu. Gáfu fá sem engin færi á sig. Mark Gróttu kom meira að segja ekki úr opnum leik. Síðan eiðilagði það ekki að hann skoraði þetta annað mark ÍA á besta tíma.
2. Hlynur Sævar Jónsson
Ég ætla bara að fara í hafsentaparið því ég get það. Mér fannst þeir vera bestu menn vallarins af þeim sem spiluðu allan leikinn. Get sagt það nákvæmnlega sama með Hlyn og ég sagði með Johannes nem Johannes skoraði sem skilur þá kannski að. Hlynur búinn að vera án efa einn mikilvægasti leikmaður Skagamanna í sumar og er klárlega einn besti varnarmaðurinn í deildinni.
Atvikið
Það er seinna mark ÍA sem Johannes Vall skoraði. Það kom á besta tíma, rétt fyrir hálfleik, og gerði það að verkum að ÍA gat tekið menn útaf snemma í seinni hálfleik og byrjað að hvíla fyrir leikinn gegn Fjölni á föstudaginn. Síðan má líka nefna atvikið þegar Chris fær gult spjald. Hann biður síðan dómarann um að spjalda Jón Þór skömmu síðar eftir að Jón Þór tryllist. Það var algjör veisla að vera á milli bekkjanna í þessu atviki og heyra öll orðaskiptin.
Hvað þýða úrslitin?
Skagamenn fara upp í annað sætið og eiga Fjölni í næsta leik sem eru í þriðja sætinu. Það er stórleikur! Grótta hinsvegar fara niður í 6. sætið þar sem Vestri vann í kvöld á móti Selfossi.
Vondur dagur
Chris Brazell kallinn. Fannst leikplan Gróttu ganga ekki neitt upp í dag og ég er eins ósammála Chris í viðtalinu eftir leik að það hálfa væri nóg. Hann talar um að þetta væri frábær leikur hjá Gróttu og að þetta væri þeirra besti leikur í sumar sem mér finnst algerlega galið. Man ekki eftir neinu færi hjá Gróttu fyrr en alveg í lokin eftir að þeir minnka munin úr vítaspyrnu. 4 leikir án sigurs og það er eins og meiðsli Péturs muni hafa gífurleg áhrif á Gróttu.
Dómarinn - 8
Teymið gerði mjög vel í dag fannst mér. Háréttar ákvarðanir trekk í trekk og þeir voru með mjög góð tök á leiknum. Fann til með Bryngeiri að vera með Chris fyrir aftan sig sem lét hann oft heyra það og fékk réttilega gult spjald. Flottur leikur hjá tríóinu.
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('74)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
5. Arnleifur Hjörleifsson
9. Viktor Jónsson ('61)
10. Steinar Þorsteinsson ('46)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('90)
20. Indriði Áki Þorláksson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason (f) ('74)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
2. Hákon Ingi Einarsson ('74)
7. Ármann Ingi Finnbogason ('74)
14. Breki Þór Hermannsson ('46)
15. Marteinn Theodórsson ('90)
22. Árni Salvar Heimisson ('61)
28. Pontus Lindgren

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Albert Hafsteinsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Haraldur Árni Hróðmarsson

Gul spjöld:
Ingi Þór Sigurðsson ('35)

Rauð spjöld: