Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
4
2
Breiðablik
Hulda Hrund Arnarsdóttir '23 1-0
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '45 2-0
Jasmín Erla Ingadóttir '60 3-0
3-1 Andrea Rut Bjarnadóttir '78
3-2 Agla María Albertsdóttir '89
Andrea Mist Pálsdóttir '90 4-2
16.08.2023  -  18:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Bergrós Lilja Unudóttir
Áhorfendur: 253
Maður leiksins: Heiða Ragney Viðarsdóttir
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('79)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett ('79)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
17. María Sól Jakobsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('79)
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('79)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Skýrslan: Blikar misstu mikilvæg stig í toppbaráttunni
Hvað réði úrslitum?
Stjarnan var heilt yfir bara miklu betri í svona 70-80 mínútur. Þær voru vel skipulagðar og brutu upp vörn Blika eins og að drekka vatn. Á sama tíma tókst Blikum illa að byggja upp sóknir og að halda í boltann yfir höfuð. Það stefndi því í mjög öruggan sigur Stjörnunnar en allt kom fyrir ekki þar sem Blikum tókst að minnka muninn í 3-2 undir lok leiks og hleypa spennu í leikinn. Stjarnan gulltryggði þetta svo með marki í uppbótartíma, 4-2.
Bestu leikmenn
1. Heiða Ragney Viðarsdóttir
Það virðist of lítið fara fyrir Heiðu Ragney og hún fær kannski ekki nógu mikið hrós en vá hún er svo mikilvæg á miðsvæðinu hjá Stjörnunni. Lokaði á allar sóknir Blika lengst framan af leik og batt vel saman varnar og sóknarleikinn.
2. Sædís Rún Heiðarsdóttir
Átti frábæran leik eins og svo oft áður. Skilaði tveimur stoðsendingum og er að mér skilst stoðsendingarhæsti leikmaður deildarinnar. Klikkar aldrei varnarlega og skapar gríðalega hættu sóknarlega með frábærum sendingum.
Atvikið
Annað mark Blika á 89. mínútu, sem Agla María skorar og allt í einu var þessi leikur orðinn spennandi. Það virtust allir á vellinum hálf hissa enda bjóst enginn við því að Blikar væru að koma með endurkomu. Þetta var þó of seint og ekki nóg í dag.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar missa mikilvæg stig í toppbaráttunni og missa Valskonur þremur stigum fram úr sér og eru í 2. sætinu. Stjarnan hins vegar að sækja sér mikilvæg stig til að komast í efri hlutann fyrir tvískiptinguna. Koma sér í 5. sætið og eru nú aðeins 2 stigum frá Þrótti og FH í 3. og 4. sætinu.
Vondur dagur
Blikaliðið í heild var arfaslakt lengst af í leiknum. Voru aftarlega á vellinum, ógnuðu lítið fram á við og gekk illa að tengja saman sendingar. Telma er líklega ósátt við sig í fyrsta markinu þegar hún nær ekki að halda í boltann en hún er langt í frá ástæðan fyrir því að Breiðablik tapaði í kvöld. Það kom lítið út úr Katrínu Ásbjörns á hennar gamla heimavelli en hún hafði svosem úr litlu að moða og fékk litla aðstoð fram á við.
Dómarinn - 7.0
Bara fín frammistaða hjá dómarateyminu í kvöld.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir ('61)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('61)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
23. Valgerður Ósk Valsdóttir ('81)
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('61)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('81)
14. Linli Tu ('61)
24. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
26. Líf Joostdóttir van Bemmel

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bryndís Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: