Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Í BEINNI
Sambandsdeildin
Víkingur R.
LL 2
0
FK Borac
Leiknir R.
1
2
Afturelding
0-1 Rasmus Christiansen '24
0-2 Ásgeir Marteinsson '76
Omar Sowe '84 1-2
20.09.2023  -  16:30
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla - Umspil
Aðstæður: Sólin skín, nánast heiðskýrt og nánast logn
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Yevgen Galchuk
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Ósvald Jarl Traustason
4. Patryk Hryniewicki
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti ('74)
7. Róbert Quental Árnason
9. Róbert Hauksson
10. Daníel Finns Matthíasson
14. Davíð Júlían Jónsson ('83)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('69)
67. Omar Sowe

Varamenn:
12. Indrit Hoti (m)
8. Sindri Björnsson ('69)
8. Árni Elvar Árnason
10. Shkelzen Veseli ('83)
11. Brynjar Hlöðvers ('74)
18. Marko Zivkovic
66. Valgeir Árni Svansson

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósefsson (Þ)
Gísli Friðrik Hauksson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Patryk Hryniewicki ('92)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Mosfellingar kláruðu Leikni í Breiðholtinu fagmannlega
Hvað réði úrslitum?
Kannski leiðinlegt svar en Afturelding tóku bara færin sín. Skoruðu eftir mikið klafs í teig Leiknis í fyrri hálfleik og síðan eftir mjög vel útfærða sókn í seinni hálfelik. Yevgen var að verja hægri vinstri og þeir geta þakkað honum fyrir það að þetta fór ekki verr. Það var líka áhugavert að sjá í dag að Mosfellingarnir féllu bara niður á vítateig þegar þeir komust yfir en það virkaði og þeir leiða. Fagmannlega gert hjá þeim í dag.
Bestu leikmenn
1. Yevgen Galchuk
Ekki beint einhver einn sem stóð upp úr en ég verð að velja Yevgen. Átti gjörsamlega geggjaðar vörslur í þessum leik og varðist hornspyrnum frábærlega. Einn besti markmaður deildarinnar ef ekki sá besti. Líka ruglaður í uppspilinu.
2. Ásgeir Marteinsson
Þetta er annaðhvort Ásgeir eða Arnór Gauti. Arnór var mjög góður í dag og átti svona 28 klobba á varnarmenn Leiknis. Vel samt Ásgeir því hann spilaði allan leikinn og stóð sig vel. Átti hornspyrnuna sem fyrsta markið kom úr og skoraði annað mark Aftureldingar í dag sem skildi liðin að. Frábær í dag sóknarlega sem varnarlega.
Atvikið
Klárlega þegar Andi Hoti meiddist í seinni hálfleik. Fær hné í andlitið eftir tæklingu og datt út. Hann er byrjaður að bólgna í kinnbeininu núna og fer á slysó í kvöld. Ég sat beint fyrir framan þetta og þegar ég sá framan í Andi þegar þetta gerðist leið mér ekki vel. En sem betur fer fór þetta betur en ég átti von á.
Hvað þýða úrslitin?
Afturelding fara með 2-1 forystu inn í seinni leikinn sem verður spilaður á sunnudaginn í Mosfellsbænum. Þetta mark hjá Omar fyrir Leikni er samt mjög mikilvægt fyrir Leikni.
Vondur dagur
Erfitt að segja og kannski erfitt að velja einhvern einn. Mér fannst bæði lið gera vel í dag og Leiknir kannski óheppnir að vera 2-1 undir á meðan Afturelding bara gerðu sitt og gerðu það vel. Set þetta bara á myndavélina í útsendingunni sem var með skítuga linsu framan að leik áður en einhver þurfti að stökkva upp og þrífa hana.
Dómarinn - 8
Finnst erfitt að setja einhverja dóma á hann. Bæði lið vildu víti oftar en einu sinni sem voru aldrei víti. Mér fannst fínasta flæði í þessu en það var mjög oft þar sem ákvarðanir voru teknar um einhvern dóm en síðan var hann dreginn til baka. Það var að gerast frekar oft en annars fínasti leikur bara hjá teyminu.
Byrjunarlið:
1. Yevgen Galchuk (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Ásgeir Marteinsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('82)
13. Rasmus Christiansen
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson ('78)
22. Oliver Bjerrum Jensen
77. Ivo Braz ('86)

Varamenn:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
8. Rúrik Gunnarsson
9. Andri Freyr Jónasson ('82)
15. Hjörvar Sigurgeirsson ('86)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('78)
26. Hrafn Guðmundsson
32. Sindri Sigurjónsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: