Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 10:30
Elvar Geir Magnússon
Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi
Powerade
Marc Guehi, varnarmaður Crystal Palace og enska landsliðsins.
Marc Guehi, varnarmaður Crystal Palace og enska landsliðsins.
Mynd: EPA
Mateus Mane er ekki til sölu í janúar.
Mateus Mane er ekki til sölu í janúar.
Mynd: EPA
Janúarglugginn er galopinn og það er komið að slúðurpakka dagsins. Antoine Semenyo var kynntur hjá Manchester City í morgun og spennandi að sjá hver næstu stóru kaup í ensku úrvalsdeildinni verða.

Manchester City er bjartsýnt á að tryggja sér miðvörðinn Marc Guehi (25) frá Crystal Palace í þessum mánuði og skáka þar með Liverpool í baráttu um leikmanninn. (Star)

Arsenal er tilbúið að blanda sér í baráttuna um Guehi. (Mirror)

Tottenham hefur náð munnlegu samkomulagi við brasilíska vinstri bakvörðinn Souza (19) hjá Santos. (Fabrizio Romano)

Úlfarnir eru ákveðnir í að halda í enska unglingalandsliðsmanninn Mateus Mane (18) í þessum glugga og segir að hann sé ekki til sölu. (Mail)

Egypski framherjinn Omar Marmoush (26) hefur ekki neinar áætlanir um að yfirgefa Manchester City í janúar og hefur í staðinn í hyggju að vera áfram hjá félaginu og berjast fyrir stöðu sinni. (Florian Plettenberg)

Real Madrid hefur aukin áhuga á Nico Schlotterbeck (26), þýskum miðverði Borussia Dortmund, þar sem búist er við því að franski varnarmaðurinn Dayot Upamecano (27) skrifi undir framlengingu við Bayern München. (Bild)

Manchester City hefur áhuga á ítalska U21 hægri bakverðinum Michael Kayode (21) hjá Brentford. (Caughtoffside)

Real Madrid er tilbúið að selja miðvörðinn Antonio Rudiger (32) fyrir 10 milljónir evra í janúar. Chelsea hefur áhuga á að fá hann aftur og þá hefur Paris St-Germain einnig áhuga. Samningur Rudiger rennur út í sumar. (Fichajes)

Hollenski miðvörðurinn Danilho Doekhi (27) hjá Union Berlín vill fara til Leeds United og spila undir stjórn Daniel Farke. (Teamtalk)

Aston Villa hefur náð samkomulagi við Leeds um 10 milljóna punda kaup á Brian Madjo (16), framherja frá Lúxemborg. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner