Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Stjarnan
2
0
KR
Emil Atlason '5 1-0
Emil Atlason '35 2-0
28.09.2023  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Skýjað, logn og 10°
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 1150
Maður leiksins: Emil Atlason (Stjarnan)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Hilmar Árni Halldórsson ('85)
11. Adolf Daði Birgisson ('65)
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('91)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
9. Daníel Laxdal
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Andri Adolphsson ('85)
24. Björn Berg Bryde
30. Kjartan Már Kjartansson ('91)
35. Helgi Fróði Ingason ('65)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Haraldur Björnsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Stjarnan býr sér til 3 stiga forystu í evrópubaráttunni
Hvað réði úrslitum?
Stjörnumenn gengu bara gjörsamlega frá KR-ingum í fyrri hálfleik og staðan átti að vera miklu meira en 2-0. KR átti engin svör og Stjörnumenn voru á sínum besta degi.
Bestu leikmenn
1. Emil Atlason (Stjarnan)
Emil skoraði bæði mörk liðsins og var nálægt því í nokkur skipti að bæta við þriðja. Það er hinsvegar ekki bara mörk sem hann gefur liðinu því hann var einnig frábær varnarlega og varnarmenn KR voru alltaf í vandræðum með hann þegar hann komst nálægt boltanum.
2. Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Eggert var gjörsamlega stórkostlegur í fyrri hálfleik. Hann bjó til fyrsta markið þó hann fái ekki stoðsendingu með því að skjóta fast að marki þannig að Kjellevold missti boltan til Emils. Svo var bara svo gaman að horfa á hann að ég gat ekki annað en að setja hann hingað. Hann sýndi bæði hæfni sína með boltan og án hans þar sem það eru fáir í deildinni jafn ákafir og áreiðnir þegar þeir fara í pressuna.
Atvikið
Án þess að hafa séð endursýningar þá er ég eiginlega alveg viss um það að Stjarnan átti að fá víti í stöðunni 2-0 á 41. mínútu. Það er rifið í treyjuna á Adolfi Daða inn í teig þannig að hann fellur við. Það hafði ekki áhrif á úrslitin en gæti haft áhrif á markametið þar sem Emil hefði líkas til tekið þessa spyrnu.
Hvað þýða úrslitin?
Stjarnan er enn í 4. sæti sem gefur evrópusæti á næsta tímabili. Þeir eru búnir að búa til 3 stiga forskot í næsta lið sem er FH. KR eru í 6. sæti 6 stigum á eftir Stjörnunni og með miklu lélegri markatölu þannig að þeir eru svo gott sem dottnir úr evrópubaráttunni.
Vondur dagur
Hver einasti KR-ingur í fyrri hálfleik. Þetta var á köflum eins og að horfa á 4. flokk spila við meistaraflokk yfirburðirnir voru svo miklir. Vissulega vantar mikið í þetta KR lið en það er ekkert sem afsakar þessa fyrri hálfleiks frammistöðu.
Dómarinn - 5
Stjarnan á að fá 2 víti að ég held. Fyrra skiptið er ég eiginlega alveg viss um en ég á eftir að sjá endursýningar fyrir seinna skiptið þannig það gæti verið rangt hjá mér. Það kom ekki niður á úrslitunum en samt slæmt að missa af tveimur vítadómum.
Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby ('46)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson ('66)
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason
18. Aron Kristófer Lárusson ('46)
19. Kristinn Jónsson
20. Benoný Breki Andrésson
29. Aron Þórður Albertsson ('88)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
5. Jakob Franz Pálsson ('46)
9. Stefán Árni Geirsson ('66)
17. Luke Rae ('88)
21. Birgir Steinn Styrmisson
26. Magnús Valur Valþórsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('46)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Lúkas Magni Magnason ('27)
Aron Kristófer Lárusson ('44)
Theodór Elmar Bjarnason ('81)
Sigurður Bjartur Hallsson ('93)

Rauð spjöld: