Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
Breiðablik
2
3
Gent
0-1 Gift Orban '6
Jason Daði Svanþórsson '15 1-1
Jason Daði Svanþórsson '18 2-1
2-2 Gift Orban '53 , víti
2-3 Gift Orban '69
09.11.2023  -  20:00
Laugardalsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Kalt, mjög kalt
Dómari: Julian Weinberger (Austurríki)
Áhorfendur: 1211
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('83)
10. Kristinn Steindórsson ('83)
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('77)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('83)
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Eyþór Aron Wöhler
19. Atli Þór Gunnarsson
20. Klæmint Olsen ('77)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('83)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('52)
Gísli Eyjólfsson ('61)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Breiðablik hársbreidd frá fyrsta stiginu
Hvað réði úrslitum?
Breiðablik spilaði á löngum köflum vel og þetta var miklu, miklu betra en í 0-5 tapinu gegn Gent á dögunum. Það munaði svo sannarlega ekki miklu en vítaspyrnan snemma í seinni hálfleik hafði stór áhrif. Blikar voru ósáttir við að fá ekki sjálfir víti stuttu áður. Það er kannski það sem skilur á milli í þessu, en Blikarnir gáfu allt í þetta og mega vera svekktir að fá ekki neitt úr þessu.
Bestu leikmenn
1. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Skoraði tvennu. Var réttur maður á réttum stað í báðum mörkum. Lagði á sig mikla vinnu fyrir liðið og spilaði vel.
2. Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Átti stóran þátt í báðum mörkunum og sýndi flottar rispur á miðsvæðinu. Gift Orban var klárlega besti maður Gent í leiknum.
Atvikið
Vítaspyrnan sem Gent fær snemma í seinni hálfleik. Mér finnst það mjúkur dómur en fyrst dómarinn dæmir þá er kannski erfitt fyrir VAR að snúa því við. Hefur auðvitað gríðarleg áhrif á úrslit leiksins.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik er enn án stiga en þeir geta svo sannarlega byggt á þessari frammistöðu. Markmiðið hlýtur að vera að taka allavega eitt stig úr næstu tveimur leikjum.
Vondur dagur
Varnarleikur Breiðabliks í fyrsta markinu er svakalega vondur og á þessu stigi máttu ekki gefa svona mark. Sigurmarkið leit heldur ekkert sérlega vel út. Þurfa að fara betur yfir þessi mörk og læra af þeim.
Dómarinn - 3
Mér fannst leikurinn heilt yfir ágætlega dæmdur en það er sárt að umdeild vítaspyrna hafi svona mikil áhrif á leikinn. Soft dómur og Blikar hefðu mögulega átt að fá vítaspyrnu hinum megin. Hef ekki séð það atvik aftur hins vegar.
Byrjunarlið:
1. Paul Nardi (m)
4. Tsuyoshi Watanabe
6. Omri Gandelman
8. Pieter Gerkens ('82)
11. Hugo Cuypers ('68)
18. Matisse Samoise
19. Malick Fofana ('68)
20. Gift Orban
21. Brian Agbor ('51)
24. Sven Kums (f) ('45)
25. Núrio Fortuna

Varamenn:
26. Louis Fortin (m)
33. Davy Roef (m)
3. Archie Brown ('51)
5. Ismael Kandouss
7. Hyunseok Hong ('68)
10. Tarik Tissoudali ('68)
13. Julien De Sart ('45)
15. Bram Lagae
22. Noah Fadiga
23. Jordan Torunarigha ('82)
28. Matias Fernandez-Pardo

Liðsstjórn:
Hein Vanhaezebrouck (Þ)

Gul spjöld:
Núrio Fortuna ('60)
Archie Brown ('68)
Julien De Sart ('92)

Rauð spjöld: