Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
KR
0
1
Fram
0-1 Freyr Sigurðsson '7
20.04.2024  -  16:15
AVIS völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Það er þungskýjað og rigning í Laugardalnum. Sumarið er svo sannarlega ekki komið, en það hlýtur að styttast.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Kyle McLagan
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('51)
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson ('84)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('52)
17. Luke Rae ('46)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
9. Benoný Breki Andrésson ('46)
15. Lúkas Magni Magnason
19. Eyþór Aron Wöhler ('52)
29. Aron Þórður Albertsson
30. Rúrik Gunnarsson ('51)
45. Hrafn Guðmundsson ('84)

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Gregg Ryder (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Guy Smit ('57)
Finnur Tómas Pálmason ('62)
Kristján Flóki Finnbogason ('89)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Stúkan hristist þegar Rúnar sigraði KR
Hvað réði úrslitum?
Það er mjög erfitt að skapa fæti á móti liðinu hans Rúnars Kristinssonar og KR skapaði ekkert dauðafæri í dag. Fram fékk fleiri hættuleg færi og úr besta færinu skoraði Freyr eina markið. KR-ingum gekk mjög illa að skapa sér álitlegar stöður og vinnslan í liði Fram til algjörar fyrirmyndar.
Bestu leikmenn
1. Kyle McLagan
Gjörsamlega geggjaður í hjarta varnarinnar hjá Fram, miðju-miðvörðurinn í þriggja manna línu. Át allt í loftinu og var öryggið uppmálað. Hann er kannski ekki sá besti í löppunum með boltann en hann þarf ekkert að vera mikið með boltann í uppspilinu og er mjög góður í hinum þáttum leiksins.
2. Freyr Sigurðsson
Stúkan á AVIS-vellinum hristist aðeins þegar Freyr skoraði. Þessi átján ára Hornfirðingur var að byrja sinn fyrsta leik í efstu deild og sýndi að hann á alveg heima á þessu sviði. Magnús Ingi Þórðarson og Kennie Chopart fá líka að vera nefndir í þessu boxi.
Atvikið
Sigurmarkið. Það var eins og ákveðið rothögg á KR-inga sem höfðu byrjað leikinn ágætlega. Freyr setti boltann í netið eftir mjög góða sókn Fram í bland við slakan varnarleik KR. KR þurfti að taka leikhlé um stundarfjórðungi síðar því ekkert var að ganga.
Hvað þýða úrslitin?
Fyrsti útisigur Fram í Bestu deildinni síðan tímabilið 2022 kom í fyrsta leik Rúnars Kristinssonar sem þjálfari liðsins - og það á ,,heimavelli" KR. Bæði lið eru nú með sex stig í mótinu. Framarar líklega sáttari með þann stigafjölda heldur en KR. Næstu leikir liðanna eru í miðri viku í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Vondur dagur
Guy Smit var í alls konar brasi með boltann í dag og hreinlega stálheppinn að hafa ekki kostað mark með sínum tilburðum. Jóhannes Kristinn var ekki frábær þær mínútur sem hann var inn á, þurfti að fara af velli vegna meiðsla í seinni hálfleik og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur. Guðmundur Magnússon getur sýnt meira en hann gerði í dag og Atli Sigurjónsson var mjög ólíkur sjálfum sér, gerði lítið. Veðrið fær líka að vera með í þessu boxi. Völlurinn leit mjög vel út (glænýtt gervigras) og umgjörðin mjög flott hjá Þrótti og KR, en veðrið var hörmulegt, megi verða sem sjaldnast rok og rigning þegar blessaða sumarið mætir til leiks.
Dómarinn - 9
Mjög vel dæmdur leikur hjá Helga fannst mér, mjög góð stjórn á leiknum.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
7. Guðmundur Magnússon (f) ('71)
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
23. Már Ægisson
25. Freyr Sigurðsson ('79)
28. Tiago Fernandes ('90)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('79)
15. Breki Baldursson ('90)
17. Adam Örn Arnarson
20. Egill Otti Vilhjálmsson
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason ('71)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('65)
Fred Saraiva ('85)

Rauð spjöld: