Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 10:40
Brynjar Ingi Erluson
Man City í bílstjórasætinu um Gibbs-White - Watkins til Liverpool?
Powerade
Fer Morgan Gibbs-White til Man City?
Fer Morgan Gibbs-White til Man City?
Mynd: EPA
Tyler Dibling gæti farið til Man Utd
Tyler Dibling gæti farið til Man Utd
Mynd: EPA
Mörg félög á Ítalíu vilja Rasmus Höjlund
Mörg félög á Ítalíu vilja Rasmus Höjlund
Mynd: EPA
Þá er komið að Powerade-slúðurpakka dagsins en það eru margir áhugaverðir molar að þessu sinni.

Manchester City leiðir kapphlaupið um Morgan Gibbs-White (25), leikmann Nottingham Forest. (Times)

Nágrannar Man City í Manchester United er í bílstjórasætinu um Antoine Semenyo (25), framherja Bournemouth, en félagið mun fá samkeppni frá Liverpool og Tottenham. (Sky Sports)

Man Utd mun þá einnig taka næsta skrefið í áttina að því að fá Tyler Dibling (19), miðjumann Southampton ef félaginu tekst að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. (ESPN)

Chelsea hefur áhuga á að fá sænska framherjann Viktor Gyökeres (26) frá Sporting í sumar, en sóknarmaðurinn öflugi vill heldur fara til Arsenal. (A Bola)

Liverpool fylgist náið með stöðu Ollie Watkins (29), framherja Aston Villa, en það sér hann sem mögulegan varakost ef félaginu tekst ekki að fá Alexander Isak frá Newcastle. (Football Insider)

Juventus, Inter og Napoli hafa öll áhuga á að fá danska framherjann Rasmus Höjlund (22) frá Manchester United í sumar. (CaughtOffside)

Fulham hefur enn áhuga á Samuel Chukwueze (25), kantmanni AC Milan eftir að hafa mistekist að fá hann í janúarglugganum. (Calciomercato)

Chelsea og Newcastle United hafa spurst fyrir um suður-kóreska varnarmanninn Kim Min-Jae en þessi 28 ára gamli miðvörður er á mála hjá Bayern München í Þýskalandi. (Footmercato)

Everton er búið að setja danska landsliðsmanninn Mika Biereth (22) á lista hjá sér fyrir sumarið. Hann er á mála hjá Mónakó í frönsku deildinni. (Teamtalk)

Lewis Miley (18), miðjumaður Newcastle United, er á blaði hjá félögum í ensku og þýsku deildinni. (Fabrizio Romano)

Jürgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, hefur ekki áhuga á að taka við þjálfarastöðu á næsta tímabili og mun því hafna tilboðum sem koma frá Real Madrid og brasilíska fótboltasambandinu. (Sky í Þýskalandi)

Gert er ráð fyrir að Scott Munn, sérstakur yfirmaður fótboltamála hjá Tottenham, yfirgefi félagið eftir tvö ár í starfi. Meiðslavandræði félagsins eru að hluta til á hans ábyrgð. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner