Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Víkingur R.
0
0
Þróttur R.
26.07.2024  -  18:00
Víkingsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Jelena Tinna Kujundzic
Byrjunarlið:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
8. Birta Birgisdóttir ('86)
9. Freyja Stefánsdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('65)
16. Rachel Diodati
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('86)
21. Shaina Faiena Ashouri ('65)

Varamenn:
31. Mist Elíasdóttir (m)
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('86)
13. Linda Líf Boama ('65)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('86)
26. Bergdís Sveinsdóttir ('65)
28. Rakel Sigurðardóttir
29. Halla Hrund Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Björk Björnsdóttir
Mikael Uni Karlsson Brune
Rúnar Pálmarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Færin komu en mörkin ekki
Hvað réði úrslitum?
Liðin nýttu ekki þau færi sem þau sköpuðu svo einfalt er það. Báðir hálfleikar voru í raun keimlíkir þar sem Víkingar byrjuðu af fítonskrafti í 15-20 mínútur en eftir það jafnaðist leikurinn mjög. Þegar maður lítur þó til baka eftir leikinn er lið Þróttar eflaust sáttara með stigið.
Bestu leikmenn
1. Jelena Tinna Kujundzic
Frábær í miðri vörn Þróttar, vann ófá einvígi við teiginn og stóð eins og klettur í mörgum áhlaupum Víkinga. Frábær leikur hjá henni.
2. Selma Dögg Björgvinsdóttir
Það er eitthvað annað að horfa á Selmu spila fótbolta. Þar er bara einn gír og það er áfram á 110% krafti. Ósérhlífin og dugleg og algjör drifkraftur í leik Víkinga.
Atvikið
Hvað hefði gerst ef að Freyja Karín hefði ekki verið dæmd rangstæð ranglega eftir 70 mínútur þegar hún var að sleppa í gegn? Erfitt að segja nokkuð til um það en það má velta vöngum yfir því.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar halda fjórða sæti deildarinnar og sitja þar með 20 stig. Þróttur í því sjöunda með fjórtán stig.
Vondur dagur
Verður að skrifast á sóknarlínur liðanna. Færin komu en mörkin ekki. Sóknarmenn eru dæmdir af mörkum sem þær skiluðu ekki í dag og þar við situr.
Dómarinn - 6
Leikurinn í sjálfur sér ekki illa dæmdur sem heild en það voru þó atvik sem stungu. Kannski sérstaklega þegar flaggið fór á loft þegar Freyja Karin var að sleppa í gegn fyrir lið Þróttar. Sá dómur var einfaldlega kolrangur og stóð ekki einu sinni tæpt. Tveir varnarmenn góðum meter fyrir innan Freyju i atviki sem hefði mögulega getað skipt einhverju máli.
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Brynja Rán Knudsen ('61)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
12. Caroline Murray
13. Melissa Alison Garcia ('66)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('61)
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('66)
10. Leah Maryann Pais ('61)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('61)
29. Una Sóley Gísladóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson

Gul spjöld:
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('45)
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('74)

Rauð spjöld: