
Það er komið að slúðupakka dagsins en hann er í boði Powerade.
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, er á lista hjá Real Madrid og er félagið reiðubúið að greiða 90 milljónir punda til að fá kappann. (Star)
Andrea Berta, sem mun taka við sem yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal á næstunni, fær það verkefni að ganga frá félagaskiptum Martin Zubimendi frá Real Sociedad, en Real Madrid hefur einnig áhuga á þessum 26 ára gamla miðjumanni. (Mirror)
Manchester City sér spænska landsliðsmanninn Pedri (22) sem hinn fullkomna kost á miðjuna, en Barcelona hefur engan áhuga á að selja. (Fichajes)
Man City hefur þá rætt við Eintracht Frankfurt um kaup á sænska landsliðsmanninum Hugo Larssons (20) en þýska félagið krefst að minnsta kosti 50 milljónir punda. (Sky Sports í Þýskalandi)
Chelsea hefur gert Jules Kounde (26), varnarmann Barcelona, að aðalskotmarki sumargluggans. (Sport)
Barcelona er að ganga frá samningaviðræðum við pólska markvörðinn Wojciech Szczesny (34) en hann mun gera samning út næsta tímabil. (Fabrizio Romano)
Bournemouth hefur mikinn áhuga á að gera skipti Kepa Arrizabalaga (30) varanleg í sumar. Kepa er á láni frá Chelsea. (Fabrizio Romano)
Atlético Madríd vill fá Enzo Fernandez (24), miðjumann Chelsea og argentínska landsliðsins, en félagið er reiðubúið að greiða um 25 milljónir punda og senda Pablo Barrios (21) í skiptum. (Fichajes)
Leipzig hefur gríðarlegan áhuga á að fá Jobe Bellingham (19) frá Sunderland, en félagið telur þó verðmiða leikmannsins of háan. (Sky Sports í ÞýskalandI)
Colin Little, unglingaliðsþjálfari Manchester United, segir að Cole Palmer hafi verið nálægt því að ganga í raðir félagsins frá Manchester City þegar hann var 16 ára gamall. (Metro)
Athugasemdir