Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Flora Tallinn
1
2
Víkingur R.
0-1 Aron Elís Þrándarson '6
0-2 Nikolaj Hansen (f) '36
Markus Soomets '53 1-2
15.08.2024  -  16:00
A. Le Coq Arena
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: 24 gráður og hálfskýjað
Dómari: Michal Ocenas (Slóvakía)
Áhorfendur: 3.028
Maður leiksins: Valdimar Þór Ingimundarson - Víkingur
Byrjunarlið:
33. Evert Grünvald (m)
3. Andreas Vaher
5. Vladislav Kreida ('63)
6. Robert Veering ('46)
8. Danil Kuraksin ('69)
14. Konstantin Vassiljev
16. Erko Tõugjas
20. Sergei Zenjov
22. Mark Anders Lepik
26. Kristo Hussar
28. Markus Soomets

Varamenn:
1. Silver Rebane (m)
77. Kristen Lapa (m)
4. Marco Lukka ('46)
7. Tony Varjund
9. Rauno Alliku ('69)
11. Rauno Sappinen ('63)
13. Nikita Mihhailov
23. Mihhail Kolobov
24. Oscar Pihela
29. Sander Alamaa
71. Gregor Rõivassepp
93. Sten Prunn

Liðsstjórn:
Taavi Viik (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Ætti að vera formsatriði að komast í riðlakeppnina
Hvað réði úrslitum?
Víkingur náði að klára verkefnið þrátt fyrir að hafa átt undir högg að sækja hluta af leiknum. Maður hélt að þetta yrði nokkuð þægilegt eftir að Víkingur komst í 2-0 en Flóra minnkaði muninn og hefði getað jafnað einvígið með smá heppni. Á endanum átti Flóra fleiri marktilraunir í leiknum en skorti gæði á síðasta þriðjungi til að koma leiknum í framlengingu.
Bestu leikmenn
1. Valdimar Þór Ingimundarson - Víkingur
Lagði upp fyrra mark Víkings með því að flikka boltanum aftur með höfðinu til Arons sem skoraði. Lagði svo líka upp það seinna, þá með mikilli ákveðni þegar hann fór illa með varnarmann Flóru.
2. Gunnar Vatnhamar - Víkingur
Var tæpur fyrir leikinn en sem betur fer fyrir Víking gat hann spilað. Það munar svo sannarlega um Færeyinginn stóra og stæðilega.
Atvikið
Þegar Flóra jafnaði í 1-1 en VAR tók markið af. Eftir langa VAR skoðun komust dómararnir að því að það var rangstaða. Mjög tæpt en rétt. Skömmu seinna þá náði Víkingur að komast í 2-0.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar mæta Santa Coloma frá Andorra í umspilinu og eru því í dauðafæri á að komast í sjálfa riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Það ætti í raun að vera formsatriði. Fyrri leikurinn verður á fimmtudaginn í næstu viku svo það er endanlega ljóst að bikarúrslitaleikurinn verður færður.
Vondur dagur
Ekki beint vondur dagur, en vont atvik! Oliver Ekroth var að skýla boltanum við vítateigsendann og bíða eftir því að Ingvar myndi koma og taka hann. Ekroth átti að sjálfsögðu að negla boltanum bara frá en hann var hirtur af honum og Flóra skoraði mark í kjölfarið... sem betur fer fyrir Víking var hinsvegar dæmd rangstaða. Ekroth hafði heppnina með sér.
Dómarinn - 7
Fínasti leikur hjá dómarateyminu frá Slóvakíu.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('72)
17. Ari Sigurpálsson
21. Aron Elís Þrándarson ('33)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('56)
24. Davíð Örn Atlason ('72)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('72)

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
5. Jón Guðni Fjóluson ('72)
7. Erlingur Agnarsson ('33)
9. Helgi Guðjónsson ('72)
18. Óskar Örn Hauksson
19. Danijel Dejan Djuric ('56)
20. Tarik Ibrahimagic ('72)
30. Daði Berg Jónsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:
Valdimar Þór Ingimundarson ('16)

Rauð spjöld: