Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
ÍA
1
0
KA
Rúnar Már S Sigurjónsson '34 1-0
15.09.2024  -  14:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Erik Tobias Sandberg (ÍA)
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Steinar Þorsteinsson ('91)
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
7. Haukur Andri Haraldsson ('74)
9. Viktor Jónsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('79)
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
- Meðalaldur 19 ár

Varamenn:
25. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson
8. Albert Hafsteinsson
14. Breki Þór Hermannsson
15. Gabríel Snær Gunnarsson
18. Guðfinnur Þór Leósson ('74)
22. Árni Salvar Heimisson ('79)
88. Arnór Smárason ('91)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Steinar Þorsteinsson ('61)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Skagamenn í sterkri stöðu fyrir efri hlutann
Hvað réði úrslitum?
KA var heilt yfir betra liðið í dag af mínu mati. Þeirra vandamál í dag var að skapa sér hættuleg færi sem gekk ekki alveg nógu vel. Skagamenn skoruðu gott mark úr horni þar sem KA menn voru aðeins sofandi og það skilur liðin af í dag.
Bestu leikmenn
1. Erik Tobias Sandberg (ÍA)
KA menn voru í erfiðleikum með að brjóta niður vörn Skagamanna og það er af stórum hluta þökk sér Erik. Flottur leikur hjá honum í dag þar sem hann var mikið í sínum eigin teig.
2. Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Rúnar skoraði gott mark úr horni og var nálægt að bæta við öðru úr aukaspyrnu. Skilaði líka góðri varnarvinnu á miðjum vellinum.
Atvikið
Fagnaðarlætin eftir leik hjá leikmönnum ÍA með sínum stuðningsmönnum voru virkilega skemmtileg. Greinilega þýðir mikið fyrir bæjarfélagið og alla í kringum félagið að vera kominn á svona góðan stað. Lítið um stór atvik í leiknum sjálfum.
Hvað þýða úrslitin?
ÍA er í 4. sæti deildarinnar þegar deildinni er skipt upp og eru í bullandi Evrópu baráttu. KA menn fara niður í 8. sætið þar sem þeir eru með verri markatölu en Fram. Þeir horfa bara fram að úrslitaleiknum í bikarnum næsta laugardag.
Vondur dagur
Sköpunarmáttur KA í þessum leik var ekki nógu góður. Þeir voru mikið með boltan, og mikið með boltan á vallarhelming ÍA. Það kom hinsvegar mjög lítið af hættulegum færum. Norðanmenn ógnuðu aðallega úr langskotum og föstum leikatriðum.
Dómarinn - 7
Fínn leikur hjá Vilhjálmi og hans teymi, nokkur smáatriði sem mér fannst að hefði getað farið betur en heilt yfir bara fínt.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo ('74)
5. Ívar Örn Árnason (f)
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson ('83)
9. Viðar Örn Kjartansson ('83)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('83)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('67)
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason
77. Bjarni Aðalsteinsson
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason ('67)
8. Harley Willard ('83)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('83)
14. Andri Fannar Stefánsson ('83)
25. Dagur Ingi Valsson ('74)
- Meðalaldur 28 ár

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Árni Kristinn Skaftason

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('46)

Rauð spjöld: