Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Breiðablik
2
2
Aktobe
Finnur Orri Margeirsson '27 1-0
Sverrir Ingi Ingason '120 , misnotað víti 1-0
1-0 Andrei Kharabara '120 , misnotað víti
Guðjón Pétur Lýðsson '120 , misnotað víti 1-0
1-0 Marat Khayrullin '120 , misnotað víti
Kristinn Jónsson '120 , misnotað víti 1-0
1-1 Emil Kenzhisariev '120 , víti
Nichlas Rohde '120 , víti 2-1
2-2 Timur Kapadze '120 , víti
Damir Muminovic '120 , misnotað víti 2-2
08.08.2013  -  20:00
Laugardalsvöllur
Evrópudeildin - seinni leikur
Aðstæður: Rigning og rok
Dómari: Sébastien Delferiere frá Belgíu
Áhorfendur: 2449
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('84)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('72)
30. Andri Rafn Yeoman ('105)
45. Guðjón Pétur Lýðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
5. Elfar Freyr Helgason ('84)
10. Árni Vilhjálmsson ('105)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('58)

Rauð spjöld:
@mattimatt Matthías Freyr Matthíasson
Vítaspyrnukeppni þurfti til að slá út Breiðablik
Breiðablik háði hetjulega baráttu við Aktobe í seinni leik þriðju umferðar Evrópudeildarinnar á Laugardalsvellinum í kvöld. Voru þeir grátlega nálægt því að komast áfram í umspil um að komast í riðlakeppnina en því miður eins og Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika orðaði það við blaðamenn eftir leikinn að þá var Lukka frænka ekki með þeim í liði í kvöld.

Leikurinn einkenndist af mjög öguðum varnarleik Blika sem leyfðu Aktobe að hafa boltann stóra hluta leiksins en pressuðu svo stíft þegar þeir fengu færi til og var Kristinn Jónsson maður leiksins gríðarlega öflugur á kantinum.

Blikar þurfu að skora mark eftir að hafa tapað fyrri leiknum úti og kom jöfnunarmark Blika á 27 mínútu leiksins þegar fyrirliðinn Finnur Orri skoraði sitt fyrsta meistarflokks mark á ferlinum.

Blikar eins og fyrr sagði lágu aftarlega og vörðust gríðarlega vel. Kaskarnir náðu ekki að skapa sér nein hættuleg færi að ráði og þau færi sem þeir fengu átti Gunnleifur öll svör í heiminum við, en hann var hrikalega flottur í rammanum í kvöld.

Greinilegt var að álag síðustu vikna tók sinn toll af Blikum og sást það í framlengingunni. Voru sumir leikmenn orðnir vel þreyttir og gátu varla hlaupið, en gerðu það þó. Vítaspyrnukeppni varð niðurstaðan og þar því miður fór ekki vel hjá Blikum.

Þeir nýttu aðeins eina spyrnum af sínum 5 á meðan Kasakarnir nýttu tvær þeirra. Sigur þeirra því staðreynd og Blikar dottnir úr keppni. Þeir geta þó borið höfuðið hátt eftir þessa leiki og segir mér svo hugur um að þetta sé ekki síðasta Evrópukeppni sem Blikar eigi eftir að taka þátt í.
Byrjunarlið:
55. Andrei Sidelnikov (m)
3. Alexei Muldarov
4. Andrei Kharabara
5. Petr Badlo
10. Marat Khayrullin
12. Robert Primus
16. Robert Arzumanyan ('105)
19. Sergei Lisenkov ('81)
20. Emil Kenzhisariev
39. Sergei Kovalchuk
80. Timur Kapadze

Varamenn:
34. Zhassur Narzikulov (m)
35. Stanislav Pavlov (m)
22. Sanat Shalekenov
23. Yuri Logvinenko
50. Alexander Geynrikh ('81)
89. Aldan Baltaev ('105)
95. Abat Aimbetov

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andrei Kharabara ('65)
Sergei Lisenkov ('61)
Alexei Muldarov ('52)
Sergei Kovalchuk ('44)

Rauð spjöld: