Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Lengjudeild karla
Dalvík/Reynir
LL 3
1
ÍBV
2. deild karla
Selfoss
LL 1
0
Kormákur/Hvöt
Besta-deild karla
FH
LL 3
2
Vestri
Sviss
4
4
Ísland
0-1 Jóhann Berg Guðmundsson '3
Stephan Lichsteiner '15 1-1
Fabian Schär '27 2-1
Stephan Lichsteiner '30 3-1
Blerim Dzemaili '54 , víti 4-1
4-2 Kolbeinn Sigþórsson '56
4-3 Jóhann Berg Guðmundsson '66
4-4 Jóhann Berg Guðmundsson '90
06.09.2013  -  18:30
Stade de Suisse
Undankeppni HM
Aðstæður: Hágæða
Dómari: Sergey Karasev (Rús)
Byrjunarlið:
1. Diego Benaglio (m)
2. Stephan Lichsteiner
5. Steve Von Bergen
9. Haris Seferovic
10. Granit Xhaka ('77)
11. Valon Behrami
13. Ricardo Rodriguez
14. Valentin Stocker ('79)
15. Blerim Dzemaili
16. Fabian Schär
23. Xherdan Shaqiri ('89)

Varamenn:
12. Marco Wölfli (m) ('89)
3. Reto Ziegler
4. Philippe Senderos
6. Michael Lang
7. Tranquillo Barnetta ('79)
17. Mario Gavranovic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Josip Drmic ('88)
Blerim Dzemaili ('24)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Jói Berg og kraftaverkið í Bern
Þvílíkur fótboltaleikur. Ísland átti líklega sína mögnuðustu endurkomu þegar liðið náði jafntefli gegn Sviss í kvöld 4-4 eftir að hafa lent undir 4-1. Meðan ég rita þessa umfjöllun má heyra í söng-glöðum íslenskum stuðningsmönnum fyrir utan leikvanginn.

Sviss, besta lið riðilsins, hafði aðeins fengið á sig eitt mark áður en kom að þessum ótrúlega leik.

Jóhann Berg Guðmundsson var maður kvöldsins en hann er á eldi um þessar mundir. Þrennan sem hann skoraði í leiknum er sú fallegasta sem ég hef séð. Rúsínan í pylsuendanum var þegar hann jafnaði á lokamínútunni. Ótrúlegt til þess að hugsa að þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í undankeppninni.

Sóknarlega var íslenska liðið magnað en akkilesarhællinn, eins og oft áður, var varnarlega. Varnarlínan átti ekki gott kvöld en liðið sem heild var ekki að verjast nægilega vel. Sérstaklega þá í fyrri hálfleiknum.

Jóhann Berg braut ísinn snemma leiks en eftir það tóku heimamenn öll völd og voru 3-1 yfir í hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen sýndi að hann á að vera í byrjunarliðinu, hann kom inn sem varamaður fyrir Helga Val Daníelsson sem átti sorglega dapran leik. Því miður. En Eiður kom afskaplega vel inn í þetta eins og áður.

Þegar Birkir Már Sævarsson gaf gríðarlega klaufalegt víti og Sviss komst í 4-1 héldu allir, ég fullyrði allir, að leik væri lokið. En Kolbeinn Sigþórsson skoraði ótrúlega mikilvægt mark strax í kjölfarið sem gaf Íslandi líflínu.

Jóhann Berg átti svo lokaorðið, án nokkurs vafa maður leiksins. Gylfi og Kolbeinn voru frábærir en einnig verður að minnast á Birki Bjarnason og hans hlaup og vinnusemi.

Frábær úrslit. Ótrúlegur leikur. Þvílík skemmtun.

En skellum okkur aftur á jörðina. Á þriðjudaginn er leikur gegn Albaníu heima. Ég þarf ekkert að útskýra fyrir ykkur hversu mikilvægur hann er.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('82)
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson

Varamenn:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
3. Hallgrímur Jónasson
10. Arnór Smárason
13. Jóhann Laxdal
16. Ólafur Ingi Skúlason ('82)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kári Árnason ('72)
Aron Einar Gunnarsson ('26)

Rauð spjöld: