Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Mjólkurbikar karla
Afturelding
37' 1
2
Valur
Mjólkurbikar karla
Fram
45' 1
0
ÍH
Dalvík/Reynir
3
1
ÍBV
Abdeen Temitope Abdul '4 1-0
Abdeen Temitope Abdul '15 2-0
2-1 Sverrir Páll Hjaltested '22 , víti
Borja López '70 3-1
04.05.2024  -  14:00
Dalvíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
Freyr Jónsson
4. Alejandro Zambrano Martin
6. Þröstur Mikael Jónasson (f)
8. Borja López
17. Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
18. Rúnar Helgi Björnsson
19. Áki Sölvason
21. Abdeen Temitope Abdul
23. Amin Guerrero Touiki
30. Matheus Bissi Da Silva

Varamenn:
7. Björgvin Máni Bjarnason
9. Jóhann Örn Sigurjónsson
10. Nikola Kristinn Stojanovic
15. Bjarmi Fannar Óskarsson
16. Tómas Þórðarson
25. Elvar Freyr Jónsson
26. Dagbjartur Búi Davíðsson

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Gauti Magnason
Aron Máni Sverrisson
Sinisa Pavlica
Viktor Daði Sævaldsson

Gul spjöld:
Matheus Bissi Da Silva ('53)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það er fagnað á Dallas! Lengjudeildin. Þar sem er óvænt ef úrslitin eru ekki óvænt! Nýliðar Dalvíkur/Reynis sem spáð er neðsta sæti vinna ÍBV í fyrstu umferð.
92. mín
Jóhann Örn Sigurjónsson kemur inn af bekknum.
91. mín
Komið í uppbótartíma!
85. mín
Nikola Kristinn Stojanovic kemur inn af bekknum hjá Dalvík.
83. mín
Eyjamenn eru að sækja og vonast eftir því að grípa í líflínu.
74. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
74. mín
Inn:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV) Út:Rasmus Christiansen (ÍBV)
70. mín MARK!
Borja López (Dalvík/Reynir)
Heimamenn aftur komnir í tveggja marka forystu! Hikst á útsendingunni og þetta sást ekki vel en Borja López fagnar!
68. mín
Víðir lætur sig falla í teignum en aldrei til í dæminu að þetta væri vítaspyrna.
67. mín
Abdeen Abdul í leit að þrennunni en skotið hans beint á Jón Kristin.
64. mín Gult spjald: Eiður Atli Rúnarsson (ÍBV)
63. mín
Sverrir Páll skallar yfir eftir fyrirgjöf.
57. mín
Víðir Þorvarðarson og Eiður Atli Rúnarsson komnir inn sem varamenn hjá ÍBV. Í þeim skrifuðu orðum fær Dalvík aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
54. mín
Naumlega framhjá Sverrir tók aukaspyrnuna sjálfur og skaut naumlega framhjá. ÍBV að undirbúa tvöfalda skiptingu.
53. mín Gult spjald: Matheus Bissi Da Silva (Dalvík/Reynir)
Fyrir brot á Sverri Páli. ÍBV fær aukaspyrnu á vænlegum stað.
52. mín
ÍBV nálægt því að jafna Vicente Valor með aukaspyrnu sem mér sýndist hafna í stönginni.
48. mín
Eins og sjá má er Dalvík glæsileg á þessum árstíma
Mynd: OZ

46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn Fáum við enn ein óvæntu úrslitin í þessari deild eða nær ÍBV endurkomu? Spennandi seinni hálfleikur er farinn af gang og það var Vicente Valor sem sparkaði seinni hálfleik í gang.

Mynd: Raggi Óla

45. mín
Hver er Abdeen Abdul? Abdeen Abdul skoraði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Abdul er 29 ára gamall írskur sóknarmaður og hefur spilað víðsvegar um heiminn. Hann lék síðast með Penang í Malasíu. Þar á undan spilaði hann með KF Skënderbeu í Albaníu þar sem hann skoraði 14 mörk í 36 leikjum.

Mynd: Dalvík/Reynir
45. mín
Hálfleikur
Arnar Ingi flautar til hálfleiks Tíðindamikill fyrri hálfleikur. Dalvík/Reynir leiðir eftir óskabyrjun á þessum leik. Við stefnum á að fylgjast grannt með gangi í seinni hálfleik ef útsendingin frá Dalvík leyfir!
43. mín
Byrjunarlið Dalvíkur 3-4-2-1 Lalic
Rúnar - Zambrano - Bissi
Gunnlaugur - Þröstur - Freyr - Guerrero
Borja - Áki
Abdul
40. mín
Byrjunarlið ÍBV 4-2-3-1 Jón Kristinn
Guðjón Ernir - Nökkvi - Rasmus - Felix
Valor - Tómas Bent
Oliver - Bjarki - Alex
Sverrir Páll
37. mín
Eyjamenn sótt talsvert síðustu mínútur. Tómas Bent með skot sem Lalic á ekki í miklum vandræðum með.
31. mín
Það er kuldalegt um að lítast á Dalvík og snjóþekjur í kringum völlinn en á bekknum er mönnum heitt í hamsi og Arnar Ingi dómari gaf gult á bekkinn hjá ÍBV áðan.
22. mín Mark úr víti!
Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
Mörkin halda áfram að hrannast inn! Lalic í marki heimamanna fór í rétt horn en náði ekki að verja.
20. mín
Aðeins um úrslitaþjónustu að ræða Því miður er ekki hefðbundin bein textalýsing frá þessum leik heldur aðeins úrslitaþjónusta þar sem það allra helsta kemur inn. En við bendum á beina útsendingu frá leiknum sem hægt er að nálgast hér að neðan.
15. mín MARK!
Abdeen Temitope Abdul (Dalvík/Reynir)
Ég skal segja ykkur það! Þessi Lengjudeild fer heldur betur af stað á áhugaverðan hátt! Dalvík/reynir sem spáð var neðsta sæti er 2-0 yfir gegn ÍBV. Eftir þunga sókn náði Abdeen Temitope Abdul að skora sitt annað mark! Kom boltanum í netið eftir vandræðagang í vörn ÍBV.
4. mín MARK!
Abdeen Temitope Abdul (Dalvík/Reynir)
Maaark Skorar með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri.
Jóhann Þór Hólmgrímsson
1. mín
Leikur hafinn
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrir leik
Stuðst verður við útsendingu Youtube í textalýsingunni
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrir leik
Það voru heldur betur áhugaverð úrslit í Lengjudeildinni í gær Með þessum leik í dag lýkur 1. umferð Lengjudeildarinnar.

   03.05.2024 21:18
Lengjudeildin: Dramatík í Laugardalnum - Afturelding og Grótta skildu jöfn

   01.05.2024 21:37
Lengjudeildin: Fimm marka veisla í opnunarleiknum
Fyrir leik
Dalvík/Reyni spáð neðsta sæti af þjálfurum og fyrirliðum 12. Dalvík/Reynir
Í neðsta sæti í spánni eru Dalvíkingar. Það voru nánast allir sem voru með liðið í neðsta sæti í sinni spá, en það er ekki mikil trú á liðinu. Dalvík lék síðast í næst efstu deild árið 2003 en þá var liðið sameinað með Leiftri og hét liðið Leiftur/Dalvík. Félagið hafnaði í neðsta sæti deildarinnar það árið með ellefu stig. Dalvík hefur verið að flakka á milli 2 og 3. deildar síðastliðin tuttugu ár. Dalvík/Reynir komst upp úr 3. deild árið 2022 og var spáð sjöunda sæti í 2. deild í fyrra en þeir komu svo gott sem öllum á óvart og unnu deildina. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu mun vegna í sumar en mögulega er þetta of stórt verkefni.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson


Þjálfarinn: Dragan Stojanovic er þjálfari Dalvíkur og á hann skilið gríðarlegt hórs fyrir það sem hann hefur gert með liðið til þessa. „Ég ætla að byrja á því að hrósa Dragan Stojanovic. Ógeðslega klókur þjálfari sem veit hvað hann er að gera og kann þetta allt. Hann hefur þjálfað í mörg ár og er með skýrt plan," sagði Baldvin Már Borgarsson í Innkastinu í fyrra þegar Dalvík komst upp. Dragan hefur þjálfað fjölda liða, þar á meðal Þór, Völsung, KF og Fjarðabyggð.

   24.04.2024 11:30
„Höfum sótt aðra í þeirra stað sem við teljum að styrki okkur meira"


Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.

Styrkleikar: Agaður og vel skipulagður leikstíll er það sem kom Dalvík/Reyni frekar óvænt upp úr 2. deildinni síðasta sumar, það mun reyna enn frekar á liðið að byggja ofan á þann sterka grunn þar sem liðið sýndi í fyrra að það þurfti ekkert alltaf að dóminera leikina eða spila eins og Man City til þess að vera sterkari aðilinn. Gátu stjórnað leikjum vel án bolta og þurfa á því að halda í ár.

Veikleikar: Finnst full mikil leikmannavelta frá því í fyrra, D/R stefndi vissulega á að skipta út erlendum mönnum og sækja enn betri, en það er algjört spurningamerki hvernig það tekst til frekar en að byggja ofan á með leikmönnum sem voru búnir að vera saman heilt tímabil. Einnig er það risa skarð frá því í fyrra að missa út lánsmennina frá KA og Þór sem voru lykilmenn.

Lykilmenn:
Þröstur Mikael Jónasson - Fyrirliðinn, harðjaxlinn og drifkrafturinn. Leikmaður sem mér finnst persónulega eiga að vera löngu búinn að taka skrefið í sterkara lið, fór vissulega í Grindavík en fékk ekki tækifæri. Þröstur3000, eins og hann er kallaður, er besti Íslendingurinn í liðinu og það mun mikið mæða á honum ef liðið ætlar að halda sæti sínu í deildinni.

Áki Sölvason - Gríðarlega iðinn við kolann fyrir framan markið, baneitraður sóknarmaður sem kann að skora mörk, þannig leikmenn eru alltaf gulls ígildi, kraftmikill, áræðinn og veit hvar markið er.

Franko Lalic - Gríðarlega góður markvörður með reynslu úr Lengjudeildinni, líklegast þá mestu í liðinu svona snöggt á litið, hann getur svo sannarlega varið markið og hann þarf að eiga gott sumar til þess að Dalvíkingar geti notið þess.

Fylgist með: Gunnlaugur Rafn Ingvarsson, kraftmikill og sterkur sópari á miðjuna, smá svona gamla skóla nagli í honum en flottur í fótbolta og getur tekið fleiri hlutverk að sér en að brjóta bara upp sóknir. Hann er 21 árs og orðinn þokkalega reynslumikill fyrir aldur en er nú mættur á stærra svið en nokkurn tímann áður og ég held hann geti höndlað það vel.

Komnir:
Alejandro Zambrano frá Spáni
Abdeen Temitope Abdul frá Malasíu
Amin Guerrero frá Spáni
Nikola Kristinn Stojanovic frá Þór
Matheus Bissi frá Kasakstan
Björgvin Máni Bjarnason frá KA (var á láni hjá Völsungi)
Dagbjartur Búi Davíðsson á láni frá KA (var á láni hjá KF)
Freyr Jónsson frá Grindavík
Markús Máni Pétursson frá KA
Máni Dalstein Ingimarsson á láni frá KA
Mikael Aron Jóhannsson frá KA
Valur Örn Ellertsson frá KA

Farnir:
Florentin Apostu til Ítalíu
Gunnlaugur Bjarnar Baldursson í Tindastól
Hamdja Kamara til Spánar
Númi Kárason í Magna
Toni Tipuric í Ægi
Auðunn Ingi Valtýsson í Þór (var á láni)
Kári Gautason í KA (var á láni)
Sigfús Fannar Gunnarsson í Þór (var á láni)

Dómur Badda fyrir gluggann: 5, nei 3.
Frekar hlutlaus fimma, það er erfitt að meta þessa nýju erlendu leikmenn, Ale Zambrano er að koma aftur eftir að hafa verið hjá Aftureldingu fyrir nokkrum árum, Bissi er óskrifað blað en D/R missir Kamara, Kára Gauta, Þorvald Daða, Sigfús og fleiri lykilmenn frá því í fyrra, þetta er eiginlega bara þristur, ég breyti úr fimmu í þrist.

Fyrstu þrír leikir Dalvíkur/Reynis:
4. maí, Dalvík/Reynir - ÍBV (Dalvíkurvöllur)
9. maí, Njarðvík - Dalvík/Reynir (Rafholtsvöllurinn)
18. maí, Dalvík/Reynir - Fjölnir (Dalvíkurvöllur)

Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli níunda sæti og í versta falli tólfta sæti.
Fyrir leik
ÍBV er spáð fjórða sæti 4. ÍBV
Vestmannaeyingar eru aftur mættir í Lengjudeildina eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í fyrra. Síðasta sumar var erfitt fyrir ÍBV þar sem liðið lenti í mikið af meiðslum og náði litlum sem engum takti. Eftir tímabilið drógu Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heimir Hallgrímsson, tveir miklir Eyjamenn, upp slæma mynd af fótboltanum í Vestmannaeyjum. Heimir talaði um það í viðtali við Fótbolta.net að þeir sem stjórni í Eyjum hafi sofið á verðinum með fótboltann og að hann sé að dragast aftur úr. Það er spurning hvort þetta fall niður í Lengjudeildina hafi verið ákveðin vakning fyrir Eyjamenn og hvort þeir fari aftur að rífa sig í gang.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Þjálfarinn: Hermann Hreiðarsson stýrir áfram skútunni hjá ÍBV, líkt og hann hefur gert síðustu ár. Það eru fáir með jafnmikið Eyjahjarta og Hemmi Hreiðars. Einn af okkar bestu fótboltamönnum á síðustu 20 árum eða svo, og einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Hann er að þjálfa Eyjaliðið í annað sinn en er með talsvert meiri reynslu núna. Þessi skemmtilegi karakter er núna á leið inn í sitt þriðja tímabil eftir að hafa tekið við liðinu aftur og það verður fróðlegt að sjá hvort hann nái að koma ÍBV upp í fyrstu tilraun.

   29.04.2024 11:30
„Það hafa átt sér stað miklar lagfæringar"


Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann fer yfir liðin; þeirra styrkleika, veikleika og fleira. Í fyrra var hann aðstoðarþjálfari Ægis í Lengjudeildinni og þekkir hann því hana býsna vel.

Styrkleikar: Margir flottir leikmenn til staðar. Vonandi heilsteyptari og sterkari stemning fyrir liðinu þar sem fleiri Íslendingar verða í stórum hlutverkum. Heimavöllurinn yfirleitt öflugur fyrir Eyjamenn.

Veikleikar: Þunnur hópur. Meiðsli hafa strítt Eyjamönnum undanfarin ár og vill ég meina að þau hafi sett stórt strik í tímabil Eyjamanna í fyrra sem á endanum féllu. Í ár er hópurinn talsvert þynnri en áður og það gæti komið í bakið á Eyjamönnum ef lykilmennirnir haldast ekki heilir.

Lykilmenn:
Rasmus Christiansen - Gríðarlega klókt hjá ÍBV að sækja þennan reynslubolta, leiðtoga og frábæra einstakling. Ekki skemmir fyrir að hann er mjög góður í fótbolta og nánast innfæddur Eyjamaður eftir að hafa orðið ástfanginn þarna.

Tómas Bent Magnússon - Að mínu mati einn besti miðjumaður deildarinnar. Búinn að vera meiddur of mikið undanfarið og ég er að fatta það núna að ég gleymdi honum hreinlega í úrvalsliðið í útvarpsþættinum. Hann væri mögulega þar inni fyrir liðsfélaga sinn Alex Frey. Bestu deildar lið eiga að skoða þennan ef Eyjamenn komast ekki upp; á ekkert heima í Lengjudeildinni.

Alex Freyr Hilmarsson - Frábær knattspyrnumaður sem þarf að eiga gott tímabil til að aðstoða Eyjamenn í baráttunni, þarf að búa til nokkur færi fyrir Sverri Hjaltested og hina sóknarmennina.

Fylgist með: Henrik Máni Hilmarsson, ungur hafsent á láni frá Stjörnunni. Virkilega efnilegur leikmaður.

Komnir:
Rasmus Christiansen frá Aftureldingu
Hjörvar Daði Arnarsson frá HK
Vicente Valor frá Bandaríkjunum
Henrik Máni B. Hilmarsson á láni frá Stjörnunni
Eiður Atli Rúnarsson á láni frá HK
Víðir Þorvarðarson frá KFS

Farnir:
Eiður Aron Sigurbjörnsson í Vestra
Elvis Bwomono til St. Mirren
Guy Smit til KR (var á láni frá Val)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson í Fylki
Jón Jökull Hjaltason í Þór
Breki Ómarsson
Guðjón Orri Sigurjónsson
Filip Valencic til Póllands
Kevin Bru
Michael Jordan Nkololo
Richard King til Jamaíku
Dwayne Atkinson til Jamaíku

Dómur Badda fyrir gluggann: 6
Vantar kannski svolítið inn fyrir Eið Aron, Elvis og fleiri gæða leikmenn sem hafa farið, en ég ætla samt að láta Eyjamenn standast prófið fyrir að snarfækka erlendum málaliðum og taka frekar inn unga íslenska stráka sem fá vonandi stór hlutverk í liðinu, hugsanlega á kostnað 'short term' árangurs.

Fyrstu þrír leikir ÍBV:
4. maí, Dalvík/Reynir - ÍBV (Dalvíkurvöllur)
10. maí, ÍBV - Þróttur R. (Hásteinsvöllur)
20. maí, ÍBV - Þór (Hásteinsvöllur)

Í besta og versta falli að mati Badda: Í besta falli enda þeir í þriðja sæti og í versta falli enda þeir í sjöunda sæti.
Fyrir leik
Dómarateymið Arnar Ingi Ingvarsson er dómari leiksins í dag. Hann er með þá Guðna Frey Ingvarsson og Arnþór Helga Gíslason sér til aðstoðar á línunum en enginn skiltadómari er í dag.

Magnús Siguðurður Sigurólason ser eftirlitsmaður KSÍ og fylgist með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Arnar Ingi dæmir í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net
Fyrir leik
Leikdagur á Dalvík Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Dalvík.

Hér mætast Dalvík/Reynir og ÍBV í 1. umferð Lengjudeildar karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Dalvíkurvelli.
Mynd: Jóhann Már Kristinsson
Fótbolti.net
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor
10. Sverrir Páll Hjaltested ('74)
16. Tómas Bent Magnússon
18. Bjarki Björn Gunnarsson
22. Oliver Heiðarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Rasmus Christiansen ('74)

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
5. Jón Ingason ('74)
11. Víðir Þorvarðarson
14. Arnar Breki Gunnarsson ('74)
17. Sigurður Grétar Benónýsson
28. Eiður Atli Rúnarsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Viggó Valgeirsson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Eiður Atli Rúnarsson ('64)

Rauð spjöld: